Vill frekar hamstur en systkini

Victoria með dóttur sína Estelle.
Victoria með dóttur sína Estelle. Ljósmynd/Afrit af bt.dk
Eins og áhugafólk um kóngafjölskyldur veit á krónprinsessa Svíþjóðar, Victoria von á öðru barni sínu. Samkvæmt heimildum Smartlands Mörtu Maríu hefur fyrsta barn hinna konunglegu hjóna, Estelle, nákvæmlega engan áhuga á að eignast systkin.
Aðspurð segir Estelle að hana langi frekar í hamstur en „samkeppnisaðila“ um athygli foreldra sinna. Þetta kom fram í viðtali blaðamanna við krónprinsessuna fyrr í dag þar sem hún gegndi konunglegum skyldum með heimsóknum á sjúkrahús og háskóla í Svíþjóð.
Prinsessan stóð af hörku af sér misgáfulegar spurningar blaðamanna en hún var m.a. spurð að því hvort hún gengi með tvíbura; slík væri stærð bumbunnar. Eins og sannri prinsessu sæmir svaraði hún spurningum kurteislega en upplýsti að aðeins einn bumbubúi væri í belgnum. Frjósemi sænsku konungsfjölskyldunnar er mikil þessi dægrin en Sofia prinsessa er einnig ólétt og á von á barni með vorinu.
Victoria krónprinsessa Svíþjóðar við dagleg störf.
Victoria krónprinsessa Svíþjóðar við dagleg störf.
Victoria með eiginmanni sínum.
Victoria með eiginmanni sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál