9 hlutir sem þú þarft að vita um endaþarmsmök

Gott er að kynna sér endaþarmsmök áður en þau eru …
Gott er að kynna sér endaþarmsmök áður en þau eru stunduð. Skjáskot af Prevention.com

Endaþarmsmök eru ekki jafn mikið feimnismál í dag eins og þau voru áður fyrr, en samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Journal of Sexual Medicine hefur þriðjungur kvenna á aldrinum 19-44 ára prufað þau. 

Ýmislegt þarf þó að hafa í huga áður en endaþarmsmök eru stunduð, en vefsíðan Prevention hefur tekið saman nokkur góð ráð sem forvitnir geta tileinkað sér.

Það á ekki að vera vont

Tilfinningin kann að virka skrýtin eða sérkennileg, en sé farið rétt að eiga endaþarmsmök ekki að vera sársaukafull. Ef þú þjáist af gyllinæð, eða meltingartruflunum ættir þú ekki að stunda endaþarmsmök.

Mundu bara að nota nóg af sleipiefni.

Þau munu ekki teygja þig út

Sumir hafa áhyggjur af því að endaþarmsmök geti orðið til þess að skemma endaþarminn.

Opið mun laga sig að limnum, eða leikfanginu, líkt og það gerir þegar þú hefur hægðir. Síðan mun það dragast aftur saman í upprunalega stærð.

Þú getur fengið fullnægingu

Fjölda taugaenda er að finna í kringum endaþarmsopið og séu þeir örvaðir getur það leitt til fullnægingar.

Takið því rólega

Ertu forvitin? Ef þig langar að prufa getur verið sniðugt að gera tilraunastarfsemi þegar þú hefur fengið fullnægingu og vöðvar líkamans eru slakir.

Þú getur einnig farið í sturtu með félaga þínum og leyft honum að leika sér með sápuborinn fingur í og við endaþarm þinn.

Þú þarft ekki hafa áhyggjur að því að bólfélagi þinn komist í snertingu við saur. Hann er að finna mun hærra í þörmunum, þar sem hvorki fingur né leikföng ná til hans.

Þetta snýst allt um samskipti

Áður en þið rífið ykkur úr fötunum er gott að hafa rætt málefnið í þaula, einnig er sniðugt að ákveða öryggisorð ef ske kynni að annar hvor aðilinn vilji hætta við.

Slepptu stólpípunni

Ef þú ert nýbúin að hafa hægðir og hefur þrifið þig er þér ekkert að vanbúnaði.

Stólpípa flækir málin óþarflega, auk þess sem hún getur ert endaþarminn.

Notaðu smokk

Það er góð hugmynd að nota smokk, jafnvel þótt þú sért í föstu sambandi.

Smokkar draga úr núningi og auðvelda því innsetningu.

Vefurinn í endaþarminum er fremur viðkvæmur. Ef félagi þinn er með smokk minnkar það líkurnar á að örfínar rifur myndist og að bakteríurnar sem er að finna endaþarminum berist í blóðrásina.

Munið að nota ekki sama smokkinn bæði í leggöng og endaþarm.

Ekki nota sleipiefni með olíugrunni þar sem olían getur orðið til þess að latexið veikist og smokkurinn rofnar.

Prufaðu leikfang

Leikföng geta verið frábær fyrir ýmiskonar tilraunastarfsemi. Gangið úr skugga um að leikfangið henti endaþarmsleikjum, því ólíkt leggöngunum er endaþarmurinn opinn og leikfang gæti því setið eftir í líkamanum. Sem er ekki eitthvað sem þú vilt þurfa að útskýra fyrir lækninum þínum.

Ef þig langar ekki að prófa, skaltu ekki gera það

Margir kunna vel að meta endaþarmsök, en aðrir bara alls ekki.

Ef þau höfða ekki til þín skaltu bara sleppa þeim. Kynlíf á nefnilega að vera skemmtilegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál