Svona stundar þú kynlíf, án þess að vekja krakkana

Þegar börn eru á heimilinu þurfa foreldrarnir stundum að hugsa …
Þegar börn eru á heimilinu þurfa foreldrarnir stundum að hugsa út fyrir kassann ef þeir ætla að stundað kynlíf, án þess að verða fyrir truflun. Skjáskot Women's Health

Það er fátt leiðinlegra en að vera komin í góðan gír í rúminu, þegar tipl í litlum fótum heyrist skyndilega fyrir utan dyrnar. Sem betur fer má þó ýmislegt gera til að koma í veg fyrir að börnin grípi foreldrana glóðvolga í rúminu.

Púðar og teppi
Hendið nóg af púðum á rúmið og felið ykkur undir sæng, eða teppi. Þegar hátíðni hljóðbylgjur komast í snertingu við teppin breytast þær í titring sem festast síðan í trefjunum. Þið verðið þó að passa ykkur á því að stynja ekki mikið, því teppin og púðarnir mega sín lítils gegn djúpum tónum.

Skellið  ykkur í sturtu
Þetta er ekki einungis vegna þess að sturtur eru háværar. Þegar hljóðbylgjurnar rekast á dropana hægir á þeim og lögun þeirra breytist.

Munið samt að heita vatnið getur losað um raddböndin og gert röddina dýpri sem gerir það að verkum að hún berst auðveldar út um allt hús.

Ruglaðu krakkana í ríminu með tónlist
Prufið að skella einhverri skemmtilegri krakkaplötu á fóninn inni hjá krökkunum áður en þið laumist sjálf inn í hjónaherbergi.

Fjárfestið í betra rúmi
Það er ekki hægt að bjóða krökkunum (eða nágrönnunum) upp á hávært ískur í gormum. Fjárfestið ykkur í sterkbyggðu rúmi, sem ekki ískrar í. Svampdýnur sem laga sig að líkamanum eru fínar til síns brúks, síðan gæti virkað vel að koma gólfmottu fyrir undir rúminu.

Eggjabakkadýnur
Eigið þið eggjabakkadýnu til taks? Skellið henni á gólfið, fyrir framan svefnherbergishurðina. Lögun dýnunnar líkir eftir hljóðbylgjum, sem hjálpar til við að brjóta þær upp og dempa hávaðann. Ef þið eigið ekki eggjabakkadýnu má vel notast við teppi eða handklæði.

Fleiri góð ráð má finna á vef Women's Health

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál