30 daga áskorun fyrir einhleypu stelpurnar

Það er nauðsynlegt að geta átt gæðastund með sjálfum sér.
Það er nauðsynlegt að geta átt gæðastund með sjálfum sér. Skjáskot Huffington Post

Það hafa allir gott að því að stíga út fyrir þægindahringinn. Þess vegna hefur vefsíðan Popsugar tekið saman áskorun fyrir einhleypu konurnar þarna úti. Aðalatriðið er auðvitað að skemmta sér og hafa gaman að lífinu. Kærastar eru aukaatriði.  

Dagur 1
Fylgdu einhverjum sætum á samfélagsmiðlum.

Dagur 2
Skrifaðu niður kosti sem þú vilt að framtíðar maki þinn búi yfir.

Dagur 3
Skrifaðu niður það sem þú vilt alls ekki að maki framtíðarinnar búi yfir.

Dagur 4
Gerðu þig sæta og taktu „selfie“.

Dagur 5
Skelltu þér á bar, kaffihús eða skemmtistað sem þú hefur ekki heimsótt fyrr.

Dagur 6
Myndaðu augnsamband við einhvern (eða alla) sem þér þykir aðlaðandi.

Dagur 7
Prófaðu nýtt stefnumótaforrit.

Dagur 8
Gefðu einhverjum sem þér líst vel á símanúmerið þitt.

Dagur 9
Leyfðu vini, eða vinkonu, að skipuleggja blint stefnumót fyrir þig.

Dagur 10
Farðu út að skemmta þér með einhleypu vinum þínum.

Dagur 11
Skipulegðu skemmtilega kvöldstund og fáðu vini þína til að bjóða (einhleypum) vinum sínum.

Dagur 12
Hafðu samband við einhvern sem þér leist eitt sinn vel á, en ekkert varð úr þar sem tímasetningin var ekki góð.

Dagur 13
Bjóddu einhverjum sem þú þekkir einungis af samfélagsmiðlum að gera eitthvað skemmtilegt með þér.

Dagur 14
Eyddu fyrrverandi kærasta, eða kærustu, út af Facebook.

Dagur 15
Bryddaðu upp á samræðum við einhvern sem þú þekkir ekki.

Dagur 16
Farðu með vinkonum þínum í karaoke.

Dagur 17
Ekki skoða samfélagsmiðla í heilan dag.

Dagur 18
Ekki svara skilaboðum frá hjásvæfunni þinni.

Dagur 19
Losaðu þig við gamla muni úr fyrri samböndum.

Dagur 20
Gerðu djarfar breytingar á útliti þínu, svo sem að fara í klippingu eða kaupa nýjan varalit, og eyddu öllum deginum í að hugsa á jákvæðum nótum um sjálfa þig.

Dagur 21
Farðu á kósý stefnumót með sjálfri þér, borðaðu góðan mat og horfðu á skemmtilega mynd.

Dagur 22
Víkkaðu út sjóndeildarhringinn og hittu nýtt fólk. Þú getur til dæmis skráð þig í leshring eða hópíþrótt.

Dagur 23
Kauptu nýtt dress og geymdu það fyrir stefnumót sem þú ert verulega spennt fyrir.

Dagur 24
Farðu í hádegismat með vini, eða vinkonu, þar sem bannað er að tala um ástarlífið.

Dagur 25
Eyddu degi með sjálfri þér. Þú getur til dæmis farið í gönguferð með hundinn eða lesið tímarit á kaffihúsi.

Dagur 26
Daðraðu við einhvern sem þú ert skotin í á samfélagsmiðlum.

Dagur 27
Skapaðu nýja minningu tengda stað sem þú heimsóttir oft með fyrrverandi.

Dagur 28
Kveiktu á kertum, settu þægilega tónlist á fóninn og farðu í freyðibað.

Dagur 29
Biddu foreldra þína, eða einhvern sem þú lítur upp til, að gefa þér sambandsráð.

Dagur 30
Eyddu deginum í að skemmta þér eins mikið og þér er unnt, og ekki hafa neinar áhyggjur af hjúskaparstöðu þinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál