8 möntrur sem hjálpa eftir sambandsslit

Það er eðlilegt að vera niðurdreginn eftir sambandsslit.
Það er eðlilegt að vera niðurdreginn eftir sambandsslit. Skjáskot Dailyreadlist

Það er eðlilegt að vera niðurdreginn eftir sambandsslit. Það er þó mikilvægt að reyna að komast yfir sorgina með einhverju hætti. Hér er að finna nokkrar möntrur, eða jákvæðar staðhæfingar, sem gott er að hafa í huga eftir sambandsslit.

Ég er ekki ein
Allir munu einhvern tíma missa einhvern sem þeim þykir vænt um. Það er einfaldlega hluti af lífinu.

Sorg er hluti af ferlinu
Það er mikilvægt að leyfa sér að syrgja áður en unnt er að sleppa tökunum og halda áfram með lífið.

Ég get aðeins stjórnað eigin gerðum
Mundu að þú getur ekki stjórnað því hvernig lífinu vindur fram, né heldur gerðum annarra. Þú getur hins vegar ákveðið hvernig þú tekst á við hluti sem gerast í eigin lífi.

Það stoðar ekki að einblína á missinn
Að einblína á og endurupplifa sérhvert atriði síðasta sambands hefur ekkert upp á sig og hefur í raun bara neikvæðar tilfinningar í för með sér. Þú getur aldrei vitað alla söguna, svo ekki ganga fram af þér. Það hefur engan tilgang.

Hamingja er val
Þú kannt að hafa verið hamingjusöm með maka þínum á einhverjum tímapunkti. Þú getur kosið að vera hamingjusöm á ný, með eða án maka.

Dveldu í núinu
Það getur verið sársaukafullt að hugsa um fortíðina og óvissan um framtíðina getur leitt af sér kvíða. Það eina sem við getum gert er að njóta þess að vera í núinu.

Fleiri ráð má lesa á vef Mindbodygreen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál