Ástæðan fyrir öfundsýki fundin

Vísindamenn telja að hormónar geti leitt af sér öfundsýki.
Vísindamenn telja að hormónar geti leitt af sér öfundsýki. Skjáskot Women's Health

Áttu það til að vera öfundsjúk út í aðrar konur? Ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar er hugsanlega ekki við lágt sjálfsmat að sakast, heldur hormónana þína.

Rannsakendur sýndu rúmlega 200 konum tvær ljósmyndir. Annars vegar mynd af konu sem var með egglos, hins vegar ljósmynd af sömu konu sem tekin var þegar hún var ekki með egglos.

Þátttakendur sem voru með hátt hlutfall estrógens í líkamanum, sem gerist skömmu fyrir egglos, voru líklegri til að líta á konuna á ljósmyndinni sem ógnun. Það er ljósmyndina sem tekin hafði verið af konunni á meðan egglosi stóð.

Rannsakendur sáu þessi viðbrögð aðeins hjá þeim konum sem voru við það að hafa egglos, sem sagt á frjóasta tíma tíðarhringsins. Aðrir þátttakendur sáu konuna á ljósmyndinni hinsvegar hvorki sem ógn né hjónaspilli.

Rannsakendurnir vilja því meina að hellisbúinn í okkur sé ekki hrifinn af samkeppni. Sér í lagi ekki þegar líkur eru á því að við náum að fjölga okkur.

Þeir sem að rannsókninni stóðu bentu á að frekari rannsókna væri þörf, enda var úrtakið fremur lítið.

Frétt Women‘s Health

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál