43 ára kona upplifir þurrk

Lesendur Smartlands Mörtu Maríu eiga þess kost að senda spurningar á Gerði Arinbjarnardóttir kynlífstækjasérfræðing hjá Blush.is. Hér svarar hún spurningu lesenda. 

Sæl Gerður

Ég er 43 ára kona á breytingarskeiðinu. Ég finn fyrir miklum þurrk í leggöngunum og finnst ég ekki blotna eins og ég gerði áður í kynlífi. Kvensjúkdóma læknirinn minn benti mér á að kaupa sleipiefni. Hér kemur því spurningin, hvaða sleipiefni mælir þú með og hvernig er best að nota það?

Með von um svör, 

Guðrún

 

Sæl Guðrún, 

margar konur upplifa þurrk í leggöngum og finnst þær ekki blotna nægilega vel. Það á ekki endilega bara við um konur á breytingarskeiðinu heldur á öllum aldri. Það getur hreinlega farið eftir tíðahringnum eða getnaðarvörn hvernig líkaminn okkar bregst við örvun.

Ég segi að öll svefnherbergi eigi að eiga sleipiefni. Ekki bara fyrir þær konur sem finna fyrir þurrk heldur er líka frábært að nota sleipiefni í forleikinn til að kalla fram þinn náttúrulega vökva.

Það eru mjög margar tegundir til af sleipiefnum. Vinsælasta sleipiefnið sem flestir nota er vatnsuppleysanlegt og klístrast það lítið og fer inn í húðina. Það má nota það með öllum kynlífstækjum og er auðvelt að þvo úr rúmfötum ef það fer í þau.

Silicon sleipiefnið er líka mjög vinsælt en það sleipiefni er meira eins og olía og þornar ekki jafn hratt upp. Það er einnig hægt að nota það í vatni og til að nudda líkaman með. Ókosturinn er hinsvegar sá að þá má ekki nota það sleipiefni með kynlífstækjum og það er ekki jafn auðvelt að ná því úr rúmfötunum ef það fer í þau.

Einnig er K-Y gelið sleipiefni sem læknar hafa notað í gegnum árin á stofum, en það má nota með kynlífstækjum og er auðvelt að þvo af sér. Gelið er hinsvegar aðeins klístrað og endist ekki alveg jafn vel og siliconið eða vatnsuppleysanlega sleipiefni.

Það mikilvægasta við það að velja rétt sleipiefni er að passa að það séu enginn óæskileg efni í því eins og t.d sykur.  Leggöngin okkar eru mjög viðkvæm og þarf oft lítið til að rugla flórunni okkar. Ég mæli því ekki með ódýrum sleipiefnum á kassa í næstu matvöruverslun.

Sleipiefni eins og frá LELO, K-Y og system Jo eru framleidd af lyfjaframleiðendum og standast því ströngustu kröfur um innihald og ættu ekki að valda neinum óþægindum.

Kær kveðja, 

Gerður Arinbjarnar

Ef þig vantar svör við spurningum af þessu tagi getur þú sent póst á smartland@mbl.is

Gerður Huld Arinbjarnardóttir svarar spurningum lesenda.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir svarar spurningum lesenda. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál