5 venjur sérlega hamingjusamra para

Hamingjusöm pör eiga ýmislegt sameiginlegt.
Hamingjusöm pör eiga ýmislegt sameiginlegt. Thinkstock / Getty Images

Sérlega hamingjusöm pör eiga sitthvað sameiginlegt.

1) Þau sofa þétt upp við hvort annað. Samkvæmt rannsókn háskólans í Hertfordshire töldu 94% þeirra para sem sváfu þétt upp við hvort annað sig vera í hamingjuríku sambandi.

2) Þau einblína á það jákvæða. Mörg pör ræða aðeins það sem miður fer í sambandinu, en rannsóknir sýna að pör sem ræða það sem vel gengur í sambandinu eru mun hamingjusamari heldur en þau sem einblína á það neikvæða.

3) Þau gera lítil góðverk. Dýrir skartgripir og stórfenglegar gjafir eru auðvitað frábærar, stundum er meira þó minna. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var við Open University hafa lítil gæskuverk þó meira að segja. Prufaðu til dæmis að færa betri helmingnum kaffi í rúmið, eða horfa með honum á eftirlætis þáttinn hans.

4) Þau stunda kynlíf í það minnsta einu sinni í viku. Samkvæmt nýlegri rannsókn eru þau pör sem stunda reglubundið kynlíf glaðari og ánægðari í samböndum sínum heldur en þar sem kynlífið er stopult.

5) Þau hæla hvort öðru. Rannsóknir hafa sýnt að reglubundið hrós gerir gæfumuninn þegar kemur að samböndum. Þetta þarf ekki að vera neitt flókið, „þú lítur vel út í dag, kvöldmaturinn var ótrúlega ljúffengur, þú stendur þig vel í vinnunni“ og svo framvegis.

Lesa má um fleiri gleðilega ávana á vef Prevention.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál