„Órarnir valda mér óhug, er ég gengin af göflunum?“

Mörgum þykir kynferðisórar sínir ógnvekjandi.
Mörgum þykir kynferðisórar sínir ógnvekjandi. Thinkstock / Getty Images

„Ég er það sem flestir myndu kalla femínista, ég er sjálfstæð ung kona. Ég er metnaðarfull og áhugasöm um jöfn réttindi handa öllum. Ég er ekki, hef aldrei verið, og mun aldrei vera undirlægja. Þrátt fyrir það hef ég, frá því ég varð kynþroska, haft óra sem valda mér kvíða og óhug. Nauðganir, bindikynlíf og aðrir óhugnanlegir hlutir eru þar í fyrirrúmi. Er ég gengin af göflunum? Á ég að leita mér hjálpar?“

Svona hljómar fyrirspurn ungrar, ónafngreindrar konu til kynlífs- og sálfræðingsins Pamelu Stephenson Connolly sem skrifar fyrir The Guardian. Connolly er öllum hnútum kunnug, og svaraði um hæl.

„Mörgum þykir kynferðisórar sínir ógnvekjandi. En þegar þeir hverfast um atburði þar sem kynferðislegum athöfnum er þvingað upp á fólk geta þeir verið sérlega óþægilegir. Þeir þýða þó ekki á nokkurn hátt að þú sért að bjóða upp á slíkt í raunveruleikanum. Ef þig grunar að þú eigir slíkt á hættu ættir þú hinsvegar að leita hjálpar tafarlaust. Að öðru leyti eru kynferðisórar, líkt og draumar, framsetning á ómeðvituðu hugsanaferli sem við höfum enga stjórn á.“

Pistil Connolly í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál