Kærastinn hrósar henni aldrei

Flestar konur kunna vel að meta að fá hrós einstöku …
Flestar konur kunna vel að meta að fá hrós einstöku sinnum. Thinkstock / Getty Images

Það getur verið erfitt að eiga kærasta sem ekki kann að meta mann, líkt og ung, ónefnd kona kvartar sáran undan í fyrirspurn sinni til sambandsráðgjafans E. Jean.

„Kæra E. Jean: Við hliðina á kærastanum mínum (sem er í yfirþyngd, þunnhærður og veiklulegur) lít ég út eins og Halle Berry. Við hvert tækifæri sem ég fæ segi ég honum hversu gáfaður, áreiðanlegur og heiðarlegur hann er. Og ég meina sérhvert orð, enda er hann afar góður maður sem býr yfir mörgum kostum. En hann hrósar mér aldrei til baka. Ég hef margoft sagt honum hversu mikilvægt mér þyki að heyra að hann kunni að meta hvernig ég lít út. Loksins safnaði hann kjarki og sagði mér að honum líkuðu buxurnar sem ég klæddist. Þegar ég síðan ýtti á hann bætti hann við, þú lítur ágætlega út.“

„Í sannleika sagt lít ég frábærlega út. Hann segir mér að hann elski mig, og að ég sé mikilvægasta manneskjan í lífi hans. Þetta er indælt að heyra, en skortur á áhuga hans er farinn að hafa áhrif á kynhvöt mína. Ég vil finnast ég falleg og kynþokkafull. Ég reyni að hafa mig til fyrir hann, en fæ engin viðbrögð. Er ég of kröfuhörð?“

Jean lá ekki á skoðunum sínum, frekar en fyrri daginn.

„Kröfuhörð, í guðanna bænum stelpa. Næst þegar þú lítur fantavel út og aulinn segir ekkert skaltu framkvæma endurlífgun á heilanum á honum. Réttu honum svindlmiða og segðu, þú ert sérlega klár og elskulegur aulabárður. Þú veist að mér finnst gaman að heyra að þér líki útlit mitt. Þannig að ef þú vilt einhvern tímann stunda kynlíf aftur skaltu velja hrós af blaðinu.“

„Vertu með eintök við höndina. Engin kona ætti að þurfa að þola heilan dag án þess að einhver dáist að henni.“

Svar E. Jean í heild sinni má lesa á vef Elle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál