Fundu ástina í gegnum Twitter

Hamingjusömu brúðhjónin kynntust í gegnum Twitter.
Hamingjusömu brúðhjónin kynntust í gegnum Twitter. Ljósmynd/Twitter @@VictoriaOB_

Victoria O‘Brien er mikill bókaormur. Árið 2012 lýsti hún yfir aðdáun sinni á manninum sem „tvítaði“ fyrir Waterstones Oxford Street-bókabúðina á Twitter.

Þann 17. júlí gekk O´Brien í það heilaga með umsjónarmanni Twitter-aðgangsins og birti að sjálfsögðu mynd af sér og eiginmanni sínum Jonathan O‘Brien á samfélagsmiðlinum. Færslan hefur vakið mikla athygli og verið „læk-uð“ um 30.000 sinnum.

Parið kynntist í gegnum Twitter og ákvað að fara á stefnumót saman í kjölfarið sem gekk svona ljómandi vel. Í viðtali við The Telegraph segir Jonathan að vissulega sé skrýtið að vera allt í einu orðinn umfjöllunarefni samfélagsmiðlanna. „Margir hafa haft samband við okkur og óskað okkur til hamingju.“

Ástin getur leynst víða.
Ástin getur leynst víða. mbl.is





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál