Kærastinn sagði óviðeigandi hlut í rúminu

Fólk á það til að missa hluti út úr sér.
Fólk á það til að missa hluti út úr sér. Getty images

„Ég hef verið með kærastanum mínum í sex ár, þar af tvö í fjarbúð. Við látum þetta virka, en síðustu mánuðir hafa verið erfiðir því ég kvíði framtíðinni. Kvíðanum fylgir lágt sjálfsmat og óöryggi. Hann sýnir þessu venjulega mikinn skilning, en mér finnst hann farinn að vera pirraður,“ segir í bréfi konu sem leitaði ráða hjá sambandsráðgjafa Cosmopolitan.

„Nú veistu um hvað málið snýst, en ég ætla að segja þér hvað er að angra mig. Kærastinn minn veit að ég hef engan áhuga á endaþarmsmökum. En síðast þegar við stunduðum kynlíf sagði hann að hann vildi fá það í rassinn á mér. Hann vissi að þetta myndi koma mér í uppnám og baðst afsökunar. Ég get ekki hætt að hugsa um þetta og ímynda mér að hann muni aldrei verða ánægður.“

Ráðgjafinn, Logan Hill, var ekki lengi að leysa úr flækjunni.

„Kærastanum þínum varð á í messunni. Hann sagði heimskulegan, óviðeigandi hlut á bandvitlausum tíma. Hann vissi að þú værir ekki gefin fyrir endaþarmsmök, en hann missti kynlífsóra sína út úr sér á kolvitlausum tíma og það særði þig.“

„Þú lést hann vita að þetta hefði fengið á þig, sem er heilbrigt. Hann baðst afsökunar og virti tilfinningar þínar. Ég efast um að hann muni segja nokkuð þessu líkt aftur.“

Svar Hill í heild sinni má lesa hér.

Sambandsráðgjafar segja að það sé mikilvægt að ræða vandann.
Sambandsráðgjafar segja að það sé mikilvægt að ræða vandann. Ljósmynd / Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál