Ekki segja makanum frá fjölda bólfélaga

Kynlífsfræðingurinn Tracey Cox mælir ekki með að fólk segi maka …
Kynlífsfræðingurinn Tracey Cox mælir ekki með að fólk segi maka sínum frá þeim bólfélgum sem það hefur átt í gegnum tíðina. Getty images

Kynlífsfræðingurinn Tracey Cox er þeirrar skoðunar að fólk eigi alls ekki að segja maka sínum frá fjölda bólfélaga sem það hefur átt í gegnum tíðina. Að sama skapi ætti fólk ekki að spyrja maka sinn. Ýkjur, lygar og ólíkur mælikvarði fólks eru meðal þeirra ástæðna sem hún telur upp. Þessu deildi hún með lesendum Mail Online í pistli sínum.

Tölur hafa litla þýðingu án smáatriða

Að vita fjölda bólfélaga hefur enga þýðingu ef þú veist ekkert um kringumstæðurnar, eins og til dæmis um aldurinn og það tímabil sem viðkomandi var á. Til að rýna betur í hvað fjöldi bólfélaga þýðir þá þurfum við smáatriðin, og vilt þú raunverulega fá smáatriðin? Að fá að vita fjölda bólfélaga getur þá líka þýtt að þú lætur ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur.

Fólk lagar svar sitt að þeim sem spyr

„Hvað hefur þú sofið hjá mörgum?“ Ef þú ert spurð að þessu af hópi gamalla vinkvenna eftir nokkur vínglös þá er líklegra að þú gefir hreinskilið svar (og mögulega með smá ýkjum). En ef nýi indæli kærastinn þinn, sem þú ert að reyna að ganga í augun á, spyr þig þá er líklegt að þú gefir öðruvísi svar. Fólk sníðir svar sitt að þeim sem spyrja. Og hver er þá tilgangurinn að spyrja er fólk hagræðir sannleikanum?

Hvað þýðir „að sofa hjá“ annars?

Þýðir það „að sofa hjá“ það sama og „samfarir“? Hvað með munnmök og káf? Er það tekið með? Þú og maki þinn gætuð haft mjög ólíkan mælikvarða á hvað kynlíf og að „sofa hjá“ þýðir. Er sambandið ekki meira virði heldur en eitthvað einnar nætur gaman sem entist í eina sekúndu?

Það er ekki til nein fullkomin tala

Fortíðin mótar okkur en það að kynnast einhverjum nýjum gefur okkur tækifæri til að byrja upp á nýtt. Þannig að það sem maki þinn gerði áður en þú komst til sögunnar er í raun ekkert sem skiptir ykkar samband máli.

Konur og karlar svara öðruvísi

Já, samfélagið er ennþá þannig að fólk dæmir gjarnan konur meira en karla. Margar ungar konur hvetja aðrar til að tala opinskátt um fjölda bólfélaga í þeim tilgangi að binda enda á drusluskömmun (e. slut shaming) og kvenfyrirlitningu en á sama tíma hagræða þær sannleikanum að því sem þykir „eðlileg“ tala í okkar samfélagi. En ef þú villt deila upplýsingum um fjölda bólfélaga þá er það fínt. En ef fólk er neytt til þess, þá er það ekki fínt!

Pistil Cox, þar sem hún hefur upp fleiri ástæður, má lesa í heild sinni á vef Mail Online.

Það að vita um bólfélaga makans getur leitt til afbrýðisemi …
Það að vita um bólfélaga makans getur leitt til afbrýðisemi og leiðinda. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál