Þorir ekki að klæmast í bólinu

Sumir eru feimnir við að tala dónalega við makann.
Sumir eru feimnir við að tala dónalega við makann. Ljósmynd / Getty Images

„Ég get ekki talað dónalega við unnusta minn í bólinu. Við höfum verið saman í fjögur og hálft ár, ég treysti honum fullkomlega og hann mér. Ég þjáist af kvíða og á í vandræðum með sjálfstraustið og í sannleika sagt er ég ekki nógu ánægð með sjálfa mig.“ Svona hefst fyrirspurn ungrar konu sem vill gjarnan sleppa fram af sér beislinu í bólinu. Hún hafði því samband við ráðgjafa Cosmopolitan og spurði ráða.

„Hann klæmist oft við mig og ég get gert slíkt hið sama þegar við erum ekki í rúminu. Ég reyni og ætla mér alltaf að bæta úr þessu en um leið og við erum komin í rúmið og hann fer að segja mér hvað honum líkar og spyr mig hvað mér þykir gott get ég bara stunið upp úr mér dauflega „já“ eða „nei“. Þetta er fáránlegt og mér finnst þetta skaða kynlífið okkar, sem er að öðru leyti frábært.“

Ráðgjafinn var ekki lengi að koma sér að efninu og svaraði um hæl.

„Þú segir að sért yfir þig ástfangin af unnusta þínum og að þið lifið ævintýralegu kynlífi. Kannski eru hlutirnir í svo góðu standi að þér finnst þetta (dónatalið) vera stórmál. Leyfðu mér að segja þér svolítið, það er það ekki.“

„Kynlíf er aldrei gallalaust. Það getur alltaf verið svolítið klaufalegt, kjánalegt, subbulegt, vandræðalegt, fyndið, sveitt eða skrýtið. Þess vegna skalt þú ekki eltast við fullkomnun, fullkomið dónatal er ekki til. Ég gæti látið þig fá handrit en það myndi ekki virka. Þú ættir ekki að segja eitthvað sem þú heldur að kærastanum þyki kynþokkafullt. Þér ætti sjálfri að þykja það. Vertu bara þú sjálf.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Ekki þykir öllum auðvelt að klæmast við makann
Ekki þykir öllum auðvelt að klæmast við makann Thinkstock / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál