Mamman þolir ekki kærastann

Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, undanfarna fjóra mánuði hef ég verið að hitta dásamlegan, gáfaðan og fyndinn mann. Móðir mín er áhyggjufull vegna þess að ég er 22 ára, en hann er 32 ára. Hann á auk þess tvö ung börn af fyrra sambandi, auk þess sem hann eyddi 10 mánuðum í fangelsi,“ segir í fyrirspurn ungrar konu, sem leitaði á ráðir sérlegs sambandsráðgjafa tímaritsins Elle.

„Ég skil áhyggjur hennar og kvíða, en ætti það að stoppa mig í því að sækjast eftir sambandi við eina manninn sem ég hef raunverulega elskað?“

Hinn kjaftfori ráðgjafi lá ekki skoðunum sínum, frekar en fyrri daginn.

„Mæður eru sjaldnast hrifnar af því að dætur þeirra giftist fyrrverandi tukthúslimum. Ég er ekki að segja að kærastinn þinn sé ekki kyndilberi guðlegrar fullkomnunar, né heldur er ég að segja að þú ættir að fara eftir orðum móður þinnar. Fólk breytist og það á skilið annað tækifæri. Endilega haltu áfram að hitta hann (eins og þú myndir ekki gera það hvort eð er?).“

„Hafðu þó í huga að þessi maður hefur ekki alltaf fylgt lögum og reglum samfélagsins, auk þess sem hann þarf að sjá fyrir tveimur börnum. Ekki ana út í neitt. Ekki hefja sambúð með honum, giftast honum og umfram allt ekki verða ófrísk eftir hann fyrr en þú hefur lokið námi, hafið starfsferil þinn og gert þín eigin mistök. Þá getur þú ákveðið næstu skref.“

Fæstar mæður eru hrifnar af því að dætur þeirra séu …
Fæstar mæður eru hrifnar af því að dætur þeirra séu í tygjum við afbrotamenn. Ljómsynd / getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál