Hjónabandið hófst með framhjáhaldi

Konan sem skrifar færsluna kynntist eiginmanni sínum þegar hún var …
Konan sem skrifar færsluna kynntist eiginmanni sínum þegar hún var í skiptinámi erlendis. Getty images

Á vef Cosmopolitan birtist nýverið samantekt yfir frásagnir frá fólki sem hefur stundað framhjáhald þegar það var í skiptinámi. Hér kemur frásögn 27 ára konu frá Bandaríkjunum en hún kynntist manni í Bretlandi og gaf kærastann sem hún skildi eftir heima upp á bátinn.

„Ég hafði verið að deita frábæran strák í um tvö ár þegar ég fór í skiptinám til London. Strax frá fyrsta degi tók ég eftir hvað voru margir myndarlegir menn í London. Eitt kvöldið, þegar ég var á Skype með kærastanum mínum, fórum við að rífast um hversu vel ég væri að skemmta mér úti í stað þess að einbeita mér að sambandinu. Ég fullvissaði hann um að það væri bara mikið að gera í skólanum. Hann skildi mig ekki og lét mér líða hræðilega fyrir að njóta mín í skiptináminu. Ég skellti á hann, greip með mér vínflösku og fór og hitti nokkra vini. Það var þá sem ég kynntist æðislegum manni. Hann var frá London, bláeygður og með æðislegan líkama. Ég var dottin í lukkupottinn,“ skrifar konan.

„Ég var orðin afar drukkin og fór með honum heim. Þetta var tilfinning sem ég kannaðist ekki við. Næsta dag var ég með brjálað samviskubit. Ég hringdi í bestu vinkonu mína og sagði henni allt saman. Þá tilkynnti hún mér að hún hefði heyrt að kærastinn minn hefði verið að halda fram hjá mér síðan ég fór í skiptinám. Ég spurði hann út í þetta og í ljós kom að það var satt. Ég var svo reið yfir því hversu illa hann lét mér líða þegar hann var svo bara að stunda framhjáhald. Ég sendi SMS á breska strákinn sem ég hafði hitt kvöldið áður og við hittumst seinna sama dag. Í dag eru sex ár liðin og við erum gift. Hann flutti til Bandaríkjanna og við eigum von á okkar fyrsta barni. Klikkað hvernig hlutirnir geta þróast.“

Það eru eflaust margir sem hafa átt í ástarævintýri í …
Það eru eflaust margir sem hafa átt í ástarævintýri í skiptinámi. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál