7 leiðir til að vernda vináttuna á nýja árinu

Góðir vinir eru afar dýrmætir.
Góðir vinir eru afar dýrmætir. Ljósmynd / Getty Images

Öll viljum við eiga í góðu sambandi við vini okkar, en gleymum stundum að rækta vináttuna í amstri dagsins.

Vefurinn Popsugar tók saman skotheldan lista sem gott er að hafa í huga á næsta ári ef maður vill vinna aðeins í vinasamböndunum.

Hringdu reglulega í þá
Handahófskennt símtal á nokkurra mánaða fresti er ekki nóg til að halda vináttunni á lífi. Vikulegt símtal, eða eitthvað í þeim dúr, sýnir að þú hefur áhuga á lífi vina þinna og vilt vera í sambandi við þá.

Vertu til staðar
Þegar fólk gengur í gegnum erfiðleika í lífi sínu þarf það einmitt mest á vinum sínum og fjölskyldu að halda. Vertu til staðar þegar vinir þínir eiga í erfiðleikum.

Ekki aflýsa áformum ykkar
Ef þið hafið ákveðið að hittast skuluð þið standa við það. Helsta ástæða þess að vinátta dofnar er sú að fólk hittist sjaldan og eyðir ekki nægum tíma saman.

Hlustaðu
Það er ekki nóg að láta móðan mása um eigin vandamál. Það þarf einnig að hlusta á vini sína þegar þeim liggur eitthvað á hjarta. Þú ættir að hlusta jafnmikið og þú talar.

Ekki gleyma að samgleðjast
Ef vinur þinn hefur áorkað einhverju frábæru skaltu láta hann vita að þú gleðjist með honum. Það er ekkert betra en að vita að vinir manns eru stoltir og glaðir fyrir manns hönd.

Ekkert leynimakk
Leyndarmál eiga það til að skapa mikil vandræði. Best er að koma til dyranna eins og maður er klæddur.

Taktu vinum þínum eins og þeir eru
Enginn er fullkominn, og auðvitað búa vinir þínir yfir skapgerðarbrestum. Þú ert þó vinur þeirra vegna allra kostanna sem þeir búa yfir, og þeir eru yfirleitt mun fleiri heldur en gallarnir.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál