Svona bætir þú kynlífið á nýja árinu

Margir ætla aldeilis að bæta kynlífið á næsta ári.
Margir ætla aldeilis að bæta kynlífið á næsta ári. Ljósmynd/Getty images

Tími áramótaheitanna gengur senn í garð og eflaust hafa margir sem hafa einsett sér að gera betur á komandi ári.

Margir ætla sér vafalaust að lifa betra kynlífi á komandi misserum, en kynfræðingurinn Nikki Goldstein festi nokkur góð ráð á blað.

Snertist meira
Fólk snertist gjarnan og kyssist mikið í upphafi sambands. Með tímanum dregur þó gjarnan úr þessu. „Að snertast meira er frábær leið til að auka á nándina í samböndum, auk þess sem það hjálpar konum að verða til í tuskið. Kossar og snerting er því frábær leið til að blása nýju lífi í sambandið,“ segir Goldstein.

Sleppið kláminu
Að horfa á klám getur verið skemmtilegt fyrir pör, en rannsóknir sýna þó að of mikið áhorf geti dregið úr ánægju með kynlíf.

Gerið tilraunir
Þrátt fyrir að klámið sé komið í leyfi er ekki þar með sagt að kynlífið þurfi að vera leiðinlegt. Goldstein bendir á að fólk eigi að vera óhrætt við að gera tilraunir, prufa nýja hluti og sjá hvað virkar.

Notið sleipiefni
„Notið meira sleipiefni. Fólk heldur að það þurfi aðeins sleipiefni þegar það er farið að eldast, eða þegar konur eru ekki æstar, en allir ættu að nota sleipiefni,“ segir Goldstein.

Ekki bera þig saman við aðra
Kynfræðingar segja fólk gjarnan gera þau mistök að bera sig saman við annað fólk, eða einbeita sér að kynlífinu sem því finnst það ætti vera að lifa. „Stundaðu kynlíf vegna þess að þig langar að stunda kynlíf. Ekki vegna þess að vinkona þín og maðurinn hennar gera það þrisvar í viku og þér finnst að þú ættir að gera slíkt hið sama.

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef Daily Mail.

Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál