Svona bætir þú kynlífið eftir fimmtugt

Reynslan kemur með aldrinum, líka í bólinu.
Reynslan kemur með aldrinum, líka í bólinu. Ljósmynd / Getty Images

Með aldrinum kemur reynslan, en þeir sem náð hafa miðjum aldri eru gjarnari á að vita hvað þeim þykir gott í bólinu. Þá er fólk á miðjum aldri oft ánægðara í eigin skinni heldur en óhörðnuð ungmenni, sem er sérlega hentugt í rúminu.

Vefurinn Prevention tók saman nokkur ráð sem geta gagnast fólki sem langar að bæta kynlífið örlítið, og vantar hugmyndir sem kveikja neistann að nýju.

Geymið sjortarana
Takið tímann ykkar. Munið að forleikurinn byrjar ekki endilega í bólinu, því hann getur til að mynda hafist þegar þið eruð að elda kvöldmatinn. Kveiktu á góðri tónlist og strjúktu þér upp við makann á meðan þið eldið.

Haldið ykkur liprum og liðugum
Prufið að fara saman í jóga. Að halda sér liprum og liðugum getur gefið ykkur hugmyndir sem þið getið nýtt í svefnherberginu.

Farið saman í sturtu
Njótið þess að fara saman í langa og heita sturtu. Þvoið hvort öðru og sparið ekki sápuna. Einnig getur verið gaman að skella sér saman í stutta sturtu að morgni til, áður en haldið er til vinnu, til þess að hita upp fyrir kvöldið.

Ekki gleyma sleipiefninu
Ekki vera hrædd við að nota sleipiefni. Stundum þarf svolitla hjálp, en einnig getur sleipiefni aukið unaðinn.

Forleikurinn byrjar ekki endilega í bólinu, því hann getur til …
Forleikurinn byrjar ekki endilega í bólinu, því hann getur til að mynda hafist þegar þið eruð að elda kvöldmatinn. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál