Kom út úr skápnum eftir 18 ára samband

Konan kom út úr skápnum eftir 18 ára samband.
Konan kom út úr skápnum eftir 18 ára samband. Ljósmynd / Getty Images

„Konan mín til 18 ára sagði mér nýlega að hún hrifist af konum og laðaðist ekki lengur að mér. Hún segist þó enn elska mig og vill að við verðum áfram saman. Hún hefur einnig sagt mér að hún sé ástfangin af konu og að þær eigi í kynferðissambandi,“ segir í bréfi manns sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

„Ég hef reynt að ræða við hana um hvað skortur á kynferðislegri nánd þýðir, en hún segir að ég hafi einungis áhuga á líkamlegu kynlífi. Ég hef reynt að útskýra fyrir henni að ég hafi tapað tilfinningalegu tengslunum sem fylgja þessari nánd. Hvernig get ég í það minnsta fengið hana til að viðurkenna það?“

Stephenson Connolly svaraði um hæl og ráðlagði manninum að sýna sjálfum sér skilning.

„Hvað vilt þú? Vilt þú vera í kynlífslausu sambandi? Þú virðist vera að reyna að melta breytinguna sem hefur átt sér stað, en þú ættir að vita að þú þarft ekki að vera sammála hugmyndum hennar um samband ykkar. Margir í hennar stöðu verða ringlaðir og samkennd þín er lofsverð.“

„Þótt þú berir virðingu fyrir kringumstæðum hennar skaltu vera skilningsríkur í eigin garð. Þú kannt að komast að því að þú viljir halda áfram  með líf þitt. Ef svo er skaltu sleppa tökum af henni og ekki láta hana koma inn hjá þér samviskubiti.“

Sambandsslit reyna á taugarnar.
Sambandsslit reyna á taugarnar. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál