Fimm merki um að hjónabandið sé búið

Getur verið að hjónabandið sé komið á endastöð?
Getur verið að hjónabandið sé komið á endastöð? Getty Images

Ertu byrjaður að velta því fyrir þér að hjónabandið sé mögulega komið á endastöð? Dreymir þig um að vakna áhyggjulaus og þurfa bara að hugsa um sjálfan þig? Eru þið hjónin farin að rífast meira en áður? Vissulega hafa flestir gerst sekir um slíkar hugsanir sem iðulega renna af þeim næsta dag en í sumum tilfellum ekki. Hér eru nokkur merki þess að um raunveruleg vandamál sér að ræða í hjónabandinu og að kannski sé upphafið á endinum hafið.

1. Ráðgjöf virkar ekki

Þið hafið verið að hitta hjónabandsráðgjafa að þinni beiðni. Og þrátt fyrir ítrekaðar heimsóknir til ráðgjafans virðist lítið sem ekkert þokast í betri áttir. Ef þetta hljómar kunnuglega í þínum eyrum skaltu hlusta því ef að þið náið ekki að þróast og þroskast saman áfram er lítil framtíð í hjónabandinu.

Hefur hjónabandsráðgjöfin ekkert að segja?
Hefur hjónabandsráðgjöfin ekkert að segja? Paul/F1online

2. Þið rífist stöðugt

Sömu málin koma upp aftur og aftur og þið virðist ekki ná að leysa þau og hljómið eins og biluð plata. Það er ekkert að því að takast á og ræða málin en leysist þau aldrei er það augljóslega ekki góðs viti. Þetta ástand kemur ykkur ekki á betri stað.

Eru þið stöðugt að rífast um sömu hlutina?
Eru þið stöðugt að rífast um sömu hlutina? Getty images

3. Nándin er horfin

Eru þráin og hitinn horfinn á braut? Líður ykkur meira eins og herbergisfélögum en elskhugum? Nánd er eitt það mikilvægasta til að halda góðu sambandi gangandi og því mikilvægt að rækta hana. Ef nándin er alveg farin byrjið þið að pirrast, verða einmana og köld hvort við annað. Það er ástand sem endar bara illa.

Er nándin horfin úr sambandinu?
Er nándin horfin úr sambandinu? Ljósmynd/Getty images

4. Þú þráir að vera með öðrum

Þegar þú ert komin á þennan stað í hjónabandinu er kominn tími til að enda það. Þessar tilfinningar eru að sjálfsögðu ekki að nokkru leyti sanngjarnar gagnvart maka þínum, heldur ekki að tefja það að skilja ef hjartað er farið annað. Maður veldur engum hjartasorg viljandi, þannig að því fyrr því betra.

Er hjartað þitt annars staðar?
Er hjartað þitt annars staðar? Ljósmynd / Getty Images

 5. Makinn þinn beitir þig andlegu eða líkamlegu ofbeldi

Þessi þáttur reynist mörgum hvað erfiðastur að takast á við enda skortir fólk sem býr við ofbeldi af einhverjum toga oft sjálfstraust og hugrekki.
Mikilægt er að muna að það á enginn skilið ofbeldi, sama hvað og það er þér fyrir bestu að komast út úr ástandinu. Þú einn stýrir örlögum þínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál