Kærastinn hefur áhyggjur af stærðinni

Karlmenn eru gjarnan afar uppteknir af stærðinni á þeirra allra …
Karlmenn eru gjarnan afar uppteknir af stærðinni á þeirra allra heilagasta. Ljósmynd / Getty Images

„Ég varð nýverið ástfangin af dásamlegum manni. Í byrjun sambandsins spurði hann mig hvort hann væri með stærsta typpi sem ég hefði nokkurn tímann haft kynni af. Það kom svo mikið fát á mig að svaraði honum sannleikanum samkvæmt. Síðan þá hefur okkar fallega samband verið litað af óöryggi,“ segir ung kona í bréfi sem hún sendi sambandsráðgjafa tímaritsins ELLE.

„Vandamálið hefur síðan undið upp á sig. Hann viðurkennir að hann sé óöruggur með sig, og öfundsjúkur, en hann hættir ekki að spyrja mig um fyrrverandi kærastann. Tilfinningar mínar í garð fyrrverandi eru lítilfjörlegar miðað við þær sem ég upplifi í garð kærastans og ég hef sagt honum það. Ég tala aldrei um fyrrverandi og að mínu mati hef ég verið frábær kærasta, bæði skilningsrík og þolinmóð.“

Ráðgjafinn svaraði því til að konur ættu alltaf að beita fyrir sig hvítum lygum þegar bornar væru upp ákveðnar spurningar.

„Ef karlmaður spyr þig hvort hárið á honum sé farið að þynnast skaltu segja honum að hann sé myndarlegri en nokkru sinni fyrr. Ef hann spyr um typpastærðina skaltu segja honum að hann sé algert goð og honum sé best að hylja tólið svo það líði nú ekki yfir þig. Vertu nú góð við elsku karlinn. Það er ekki auðvelt að vera karlmaður þessa dagana.“

Stundum er betra að beita fyrir sig hvítri lygi.
Stundum er betra að beita fyrir sig hvítri lygi. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál