Er makinn að halda fram hjá?

Ef makinn er farinn að vera óvenjulega mikið í símanum, …
Ef makinn er farinn að vera óvenjulega mikið í símanum, eða farinn að senda óvenjulega mörg skilaboð, getur verið að hann sé að leyna einhverju. Ljósmynd / Getty Images

Enginn vill lenda í því að makinn gerist sekur um hjúskaparbrot. Því miður er sú þó stundum raunin. Vefurinn Prevention leitaði á náðir einkaspæjara og bað þá að taka saman helstu merkin sem benda til þess að makinn sé með óhreint mjöl í pokahorninu.

Makinn er farinn að senda skilaboð í gríð og erg
Ef makinn þinn var ekki mikið fyrir að senda skilaboð, en hefur skyndilega tekið upp á því í gríð og erg, gæti verið að eitthvað dularfullt sé á seyði.

Tónlistarsmekkurinn breytist
Ef tónlistarsmekkur makans hefur tekið miklum breytingum upp á síðkastið getur verið að hann sé að leyna þig einhverju. Sama má segja ef smekkur hans á kvikmyndum, bókmenntum eða áhugamálum hefur breyst. Sér í lagi ef hann vill ekki deila þessum nýfundnu áhugamálum með þér.

Útlitið fer að skipta máli
Ef maki þinn fer skyndilega að huga meira að útlitinu, ganga í æsandi undirfötum, sprauta á sig vellyktandi eða huga að heilsunni í meira mæli gæti verið að hann sé að reyna að ganga í augun á einhverjum öðrum en þér.

Makinn vinnur fram eftir
Mjög algengt er að fólk sem á í framhjáhaldi noti vinnuna sem afsökun. Það sama á við ef makinn er skyndilega farinn að vera laumulegur þegar kemur að vinnunni.

Skapsveiflur verða tíðar
Fólk sem heldur fram hjá er oft plagað af samviskubiti. Eina stundina getur það verið sérlega ljúft, en þá næstu afar viðskotaillt. Þá eiga þeir sem eru ótrúir maka sínum það til að stofna rifrildi, til þess að geta síðan farið og leitað huggunar hjá viðhaldinu.

Makinn skiptir um lykilorð
Ef makinn skiptir um lykilorð, eða læsir snjalltækjum sem voru ekki læst, gefur það til kynna að hann sé að fela eitthvað.

Ýmis merki geta gefið til kynna að makinn sé að …
Ýmis merki geta gefið til kynna að makinn sé að halda fram hjá. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál