Hvernig díla ég við dónalega kærastann?

Svolítil kurteisi kostar ekkert.
Svolítil kurteisi kostar ekkert. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég elska fallega, indæla og vel gefna kærastann minn svo mikið, en hann biðst aldrei afsökunar þegar hann ropar. Ég get ekki hætt að hugsa um þetta, vegna þess að þetta lætur mér líða eins og ég sé snobbuð,“ segir í bréfi ungrar konu sem kann hreint ekki að meta dónaskapinn í kærastanum sínum og leitaði því á náðir sérlegs ráðgjafa tímaritsins Elle.

„Ég sver að ég er ekki tepra, en að hans mati eru mannasiðir einskis verðar venjur. Hann hefur fleiri ókosti sem mér líka ekki, hann er latur, reykir of mikið gras, þénar ekkert og á engar framtíðarhorfur. En allt sem ég bið um er að hann ropi ekki fyrir framan mig. Er það til of mikils mælst?“

Ráðgjafi Elle svaraði um hæl, enda með ráð undir rifi hverju.

„Jú það er fullkomlega eðlilegt að duglaus, blankur hasshaus með engar framtíðarhorfur ropi fyrir framan konu sem er nógu vitlaus til að segja ekki við þennan duglausa, blanka hasshaus að sambandinu sé lokið.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál