Uppeldið gerði út um kynlífslöngunina

Ljósmynd / Getty Images

„Vegna kaþólsks uppeldis míns hef ég alltaf átt í erfiðleikum með kynlíf og hef aldrei náð að slaka á með karlmanni. Í fyrsta skiptið á ævi minni hef ég hitt einhvern sem ég myndi vilja njóta kynlífs með, en kynhvötin er horfin vegna þess að ég er komin á breytingaskeiðið,“ segir ráðþrota kona sem leitaði á náðir sambands- og kynlífsráðgjafa The Guardian.

„Ég er afskaplega vonsvikin. Ég er enn að berjast við andlegu hliðina, en nú hefur hin líkamlega bæst við. Er hægt að gera eitthvað í þessu?“

Ráðgjafinn, Pamela Stephenson-Connolly, lá ekki á skoðunum sínum.

„Slepptu hendinni af hugmyndinni um að kynlíf eigi að vera með ákveðnum hætti og reyndu að leyfa sjálfri þér að upplifa unað. Bara það að þú segist vilja njóta kynlífs með þessum aðila sýnir að það er mögulegt. Reyndu að láta kvíðann ekki ná tökum á þér og einbeittu þér að því að skemmta þér. Þetta gerir það að verkum að þú munt slaka á, sem mun líklega auka kynhvötina. Taktu unaðinum opnum örmum og leyfðu þér að lifa fullnægjandi kynlífssambandi í fyrsta sinn.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál