Kann ekki að daðra

Konan kann ekki að daðra.
Konan kann ekki að daðra. mbl.is/Thinkstockphotos

Kæra E. Jean. Ég er á síðasta ári í Harvard umkringd fallegum strákum. En það eru engin stefnumót á dagskrá í dagbókinni minni. Ég veit hvað þú ert að hugsa, að ég sé ófríð kona sem kann ekki að reyna við menn við mitt hæfi. Ég get sagt þér að ég er frekar aðlaðandi kona sem oft hefur verið daðrað við.

Þegar ég daðra þá held ég mig við leikreglurnar, eins og það að brosa og halda augnsambandi, lít vel út og er fyndin. En mér finnst eins og þessar reglur séu bara ekki að virka. Ég er kannski búin að ná vel til einhvers stráks en svo spyr hann ekki um númerið mitt. Hvað er ég eiginlega að gera rangt? Spyr klári háskólaneminn ráðgjafa Elle.

E. Jean mælir ekki með því að halda stöðugu augnsambandi.
E. Jean mælir ekki með því að halda stöðugu augnsambandi. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn svarar Harvard-nemanum. Þú værir að gera allt rétt ef þú værir í viðtali fyrir JP Morgan og vafalaust áttu eftir að stýra Microsoft í framtíðinni. En það að brosa og halda augnsambandi í rómantískum aðstæðum! Nei, nei elskan. Þú ættir frekar að brosa og líta í hina áttina.

Rándýra menntunin þín í Harvard er að taka yfir náttúrulegt eðli þitt til að ná þér í maka. Notaðu þína eigin leið. Þú ert frábær stelpa en ekki Power Point-kynning. Ekki vera svona æst. Ekki fara alltaf eftir leikreglum. Karlmenn vilja eltingarleik. Því meiri hindranir sem þú setur fyrir manninn því æstari verður hann að komast yfir þær. Ég get tekið dæmi. Hann segir eitthvað fyndið, þú hlærð, hristir höfuðið og ranghvolfir í þér augunum. Um leið og hann heldur að hann hafi misst athygli þína líturðu aftur á hann. Annað dæmi, ekki láta hann fá númerið þitt strax, láttu hann frekar grátbiðja þig um það. Horfðu á mynd með Angelinu Jolie og þú sérð hvernig þetta virkar. Allt þetta eru 10 milljóna ára gamlar leiðir. Mundu að vera þú sjálf.

Angelina Jolie daðrar í myndunum sem hún leikur í.
Angelina Jolie daðrar í myndunum sem hún leikur í. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál