Hvaða stjörnumerki passa ekki vel saman?

Stjörnumerki geta gefið í skyn hvernig ástarsambönd munu ganga.
Stjörnumerki geta gefið í skyn hvernig ástarsambönd munu ganga. mbl.is/Thinkstockphotos

Stjörnumerki segja oft mikið til um persónuleika fólks. Þar með er hægt að skoða hvort fólk eigi vel saman þegar stjörnumerkin eru skoðuð. Elle fór yfir hvaða stjörnumerki ættu ekki að eiga í ástarsamböndum. 

Hrútur (21. mars til 19. apríl)

Hrúturinn ætti að passa sig á steingeitum (22. desember - 19. janúar).

Hrúturinn brýtur reglur en steingeit býr til reglur og á því sífellt eftir að finna fyrir gagnrýni. Hrúturinn er hvatvís en steingeitin getur ekki einu sinni farið út að borða án þess að panta borð. Steingeitin setur vinnuna í forgang, það getur reynst hrútnum erfitt að fá ekki alla þá athygli sem hann þarf.

Naut (20. apríl til 20. maí)

Nautið ætti að passa sig á vatnsberum (20. janúar til 18. febrúar).

Þótt þú viljir reglusemi gætu reglurnar sem vatnsberinn setur verið of stífar. Á meðan nautið vill eiga rómantískt samband er uppreisnarfull rökhugsun vatnsberans of erfið fyrir nautið.

Tvíburi (21. maí til 20. júní)

Tvíburi ætti ekki að eiga í ástarsambandi við sporðdreka (23. október til 21. nóvember)

Sporðdrekinn krefst trúnaðar áður en þið kyssist sem getur reynst erfitt fyrir þokkafullan tvíbura sem vill taka hlutunum á rólegu nótunum og halda möguleikunum opnum.

mbl.is/Thinkstockphoto

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Krabbi passar ekki vel við bogmann (22. nóvember til 21. desember).

Bogmaðurinn er hvatvís og ófyrirsjáanleiki hans getur komið litla viðkvæma krabbanum illa. Félagslífið getur tekið yfir hjá bogmanninum og hann skilur af hverju þú þarft rólegri tíma með fjölskyldunni.

Ljón (23. júlí til 22. ágúst)

Ljón eiga erfitt með að vera með fiski (19. febrúar til 20. mars).

Fiskar geta verið skapvondir og niðurdrepandi, eitthvað sem ljón þola ekki.

Meyja (23. ágúst til 22. september)

Meyjur ættu að varast vogina (23. september til 22. október).

Vogin er óáreiðanleg á meðan meyjan þarf að vera með allt á hreinu og vita að sambandið sé að stefna eitthvað.

Sporðdreki (23. október til 21. nóvember)

Sporðdreki passar ekki vel við tvíbura (21. maí til 20. júní).

Það getur verið erfitt fyrir sporðdreka að vera með tvíbura sem vill ekki festa ráð sitt. Tvíburinn á það til að daðra og það á eftir að láta sporðdrekann finna fyrir afbrýðisemi.

mbl.is/Thinkstockphoto

Bogmaður (22. nóvember til 21. desember)

Bogmaðurinn ætti ekki að að fara á stefnumót með krabba (21. júní til 22. júlí).

Bogmaðurinn ætti að halda kröbbum sem vinum. Krabbinn vill taka hlutunum alvarlega og gæti verið fluttur inn eftir þrjú stefnumót.

Steingeit (22. desember til 19. janúar)

Steingeitin ætti ekki að vera hitta hrúta (21. mars til 19. apríl).

Sambandið á fljótt eftir að breytast í valdabaráttu. Hrútnum gæti þótt allt í lagi að eyða þeim peningum sem þú ert búin að vinna þér inn en spara sinn pening.

Vatnsberi (20. janúar til 18. febrúar)

Vatnsberinn passar ekki vel við naut (20. apríl til 20. maí).

Eins rómantískt og nautið getur verið gæti það verið of mikið fyrir vatnsberann að fá „ég elska þig“-skilaboð í sífellu eða að nautið verði stressað í hvert skipti sem vatnsberinn ætlar að hitta sína. Á meðan nautið pantar dýran mat væri vatnsberinn frekar til í að gefa pening til góðgerðarmála.

Fiskur (19. febrúar til 20. mars)

Fiskurinn ætti ekki að eiga í sambandi við ljón (23. júlí til 23. ágúst).

Það er ekki tími fyrir hvíld fyrir fisk í sambandi með ljóni. Fiskurinn þarf rólegan tíma fyrir sjálfan sig á meðan ljónið þarf stöðuga athygli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál