Missti áhuga á kærastanum og svaf hjá vinkonu sinni

Ljósmynd / Getty Images

„Ég er kona á þrítugsaldri og hef verið í traustu sambandi við kærastann minn undanfarin sex ár. Ég elska hann heitt, en kynlífið okkar hefur farið versnandi undanfarið. Ég forðast að sofa hjá honum og er farin að finna alls kyns afsakanir,“ segir í bréfi sem kynlífs- og sambandsráðgjafa dagblaðsins Guardian barst.

„Nýlega, og algerlega óvænt, svaf ég hjá góðri vinkonu minni. Við vorum báðar mjög drukknar, en ég naut hverrar mínútu. Hvað þýðir þetta?“

Ráðgjafinn er svo sannarlega með ráð undir rifi hverju og svaraði um hæl:

„Þetta þýðir einfaldlega að þú dróst að, eða þurftir að upplifa eitthvað, sem er forboðið. Fólk nýtur þess oft sérstaklega að stunda kynlíf með einhverjum sem það „má ekki“, eða á stað þar sem gæti komist upp um það. Þetta þarf ekki endilega að þýða að sambandi þínu og kærastans sé lokið, en ég ráðlegg þér að bregðast ekki við af of mikilli hvatvísi. Taktu þér tíma og veltu tilfinningum þínum fyrir þér. Þú gætir lært eitthvað um sjálfa þig. Ástarþríhyrningar geta þó verið flóknir, svo ég ráðlegg þér einnig að stíga varlega til jarðar.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál