Hafa ekki stundað kynlíf eftir legnámið

Fólk sem hefur gengið í gegnum veikindi á stundum í …
Fólk sem hefur gengið í gegnum veikindi á stundum í erfiðleikum með að leyfa sér að finna unað. Getty images

„Ég og maki minn höfum verið saman í sex ár. Þegar ég var 31 árs fékk ég krabbamein í eggjastokkana, sem endaði með því að ég fór í legnám. Núna er ég 34 ára. Áður en ég veiktist höfðum við rætt að stofna fjölskyldu, en hann vildi aldrei skuldbinda sig. Eftir að ég gekkst undir aðgerðina höfum við varla upplifað neina kynferðislega nánd,“ segir í bréfi konu sem leitaði á náðir Pamelu Stephenon-Connolly, sérlegs kynlífs- og sambandsráðgjafa dagblaðsins Guardian.

„Á tímabili var ég ákaflega gröm út í hann, og núna líður mér stundum eins og ég sé ekki kona. Ætti ég að gefast upp og róa á önnur mið?“

Stephenson-Connolly er ekki ráðgjafi fyrir ekki neitt, enda átti hún ekki í neinum vandræðum með að hjálpa hinni vansælu konu.

„Þegar fólk hefur barist við veikindi á það oft í erfiðleikum með að leyfa sér að njóta þess sem það gerði áður. Þú hefur upplifað svo mikil særindi, en þú virðist tengja kynlíf við veikindi þín og depurðina yfir því að geta ekki gengið með barn. Þú getur þó notið kynlífsins með maka þínum á ný ef þið einblínið á afslappað kynlíf. Finnið ykkur tíma, slökkvið á símanum, ýtið vandamálunum til hliðar og leyfið ykkur að týnast í hinu líkamlega. Þú munt syrgja það að geta ekki gengið með barn í nokkurn tíma, og það gæti gagnast þér að leita þér utanaðkomandi aðstoðar.“

Stundum þarf einfaldlega að slökkva á símanum og gefa sér …
Stundum þarf einfaldlega að slökkva á símanum og gefa sér tíma fyrir kynlíf með betri helmingnum. thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál