Hvernig fyrrverandi maki ert þú?

mbl.is/Thinkstockhphotos

Stjörnumerkin segja margt um hvernig persónur við erum. Ákveðin persónueinkenni fylgja oft ákveðnum stjörnumerkjum. Cosmopolitan fór yfir það hvernig stjörnumerkin geta haft áhrif á það hvernig við högum okkur sem fyrrverandi makar.

Vatnsberinn 20. janúar til 18. febrúar

Þú ert líklega bara ánægður með að vera orðinn einhleypur á ný. Sem vatnsberi ertu mjög sjálfstæður og þarft að finna fyrir hver þú ert. Sambandsslit fara ekki illa með þig. Þú ert félagslyndur og fólk á auðvelt með að falla fyrir þér en þú gerir þó kröfur.

Það sem vatnsberinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit:  Bóka sér langþráða utanlandsferð.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem vatnsberi mun rekast á fyrrverandi maka: Einhvers staðar úti, makinn verður vandræðalegur en þú skilur fyrst ekki af hverju fyrr en þú fattar að þú ert á stefnumóti með einhverjum sem er miklu sætari en fyrrverandi makinn.

Fiskurinn 19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn er óeigingjarn. Þú leggur alltaf mikið á þig og ert vinalegur og vinnur traust allra. Vinir þínir verða slegnir og vilja allt fyrir þig gera. Þú reynir að halda sambandsslitunum á friðsamlegu nótunum. En af því að fiskurinn er svo viðkvæmur hafa sambandsslitin mikil áhrif á hann.

Það sem fiskurinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Byrja með ljóðablogg sem verður vinsælt.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem fiskurinn mun rekast á fyrrverandi maka: Fyrrverandi makinn byrjar að fylgjast með því sem þú gerir og allt í einu eru makinn búinn að líka við eitthvað sem þú settir inn á Instagram fyrir 38 vikum.

Hrúturinn 21. mars til 19. apríl

Allir þínir fyrrverandi sakna þín strax. Nú þegar þið eruð ekki lengur saman fatta þeir af hverju þeir voru að missa. Hrúturinn er sjálfsöruggur og verður frekar móðgaður yfir sambandsslitunum heldur en sár.

Það sem hrúturinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Fara á blint stefnumót innan við sólarhring eftir sambandsslit.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem hrúturinn mun rekast á fyrrverandi maka: Fyrrverandi maki hittir þig „óvart“ í skólanum/vinnunni/á barnum sem þú ert alltaf á. Það virkar ekki, þú sérð í gegnum þetta.

mbl.is/Thinkstockhphotos

Nautið 20. apríl til 20. maí

Rökhugsun er sterka hlið nautsins, um leið og þú fattaðir að þið munduð ekki vera saman til æviloka var þér sama. Vegna þess hversu mikið traust og öryggi fylgir nautinu vill það vera vinur fyrrverandi makans. Þó svo að nautið geti það þýðir það ekki endilega að fyrrverandi makinn þoli slíka nálægð án þess að tilfinningar blossi upp aftur.

Það sem nautið er líklegt til að gera eftir sambandsslit: Fyllir fataskápinn af nýjum fötum eða breytir öðrum hlutum í lífi sínu.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem nautið mun rekast á fyrrverandi maka: Þú sérð þá daglega eftir að þið verðið góðir vinir eftir sambandsslitin.

Tvíburinn 21. maí til 20. júní

Tvíburinn er ævintýragjarn og óttalaus þannig að sambandsslit eru ekkert mál fyrir þá. En kannski ættu þeir að hafa meiri áhyggjur stundum. Óákveðið eðli tvíburans gerir hann fullkominn fyrir haltu mér slepptu mér samband.

Það sem tvíburinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Tala um sambandsslitin við vinkonur sínar. Tvíburinn nær sér best umkringdur mikilli ást.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem tvíburinn mun rekast á fyrrverandi maka: Tvíburinn væri vís til þess að biðja fyrrverandi maka um að hittast í kaffibolla. Ástæðan væri sú að sjá hvernig fyrrverandi makinn hafi það og hvort hann sé tilbúinn að byrja sambandið aftur.

Krabbinn 21. júní til 22. júlí

Sambandsslit eru mjög erfið fyrir krabba. Kröbbum finnst þeir vera sviknir enda eru krabbar mjög traustir og trúfastir.

Það sem krabbinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Fara í gegnum myndir af fyrrverandi maka á Facebook og Instagram og athuga hvort fyrrverandi sé að hitta einhvern. Vinir krabbans fá hann síðan til að blokka á fyrrverandi makann.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem krabbinn mun rekast á fyrrverandi maka: Krabbinn mun líklega aldrei hitta fyrrverandi maka vegna þess að hann reynir allt til þess að forðast hann.

Stjörnumerki.
Stjörnumerki. Af Wikipedia

Ljón 23. júlí til 22. ágúst

Ljónið verður aðeins reitt og móðgað yfir að hafa eytt sínum dýrmæta tíma með einhverjum sem var ekki þess virði. Ljónið er reyndar líka pínulítið sárt yfir því að einhver sá ekki hversu frábært það er.

Það sem ljónið er líklegt til að gera eftir sambandsslit: Búa til stuttmynd um upplifunina.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem ljónið mun rekast á fyrrverandi maka: Ljónið býður fyrrverandi 20 árum seinna á Broadway-frumsýningu með sér í aðalhlutverki bara til þess að geta sagt sjáðu hverju þú misstir af.

Meyjan 23. ágúst til 22. september

Meyjan reynir að finna einhvern æðri tilgang með öllu. Á milli þess að gráta úr sér augun er hún þakklát fyrir það sem stjörnurnar voru að reyna segja henni.

Það sem meyjan er líkleg til að gera eftir sambandsslit: Eftir tvo daga ertu enn grátandi og skilur ekkert af hverju þetta fór svona. Þú þarft tíma til að melta hlutina.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem meyjan mun rekast á fyrrverandi maka: Meyjan byrjar að vera virk og sjálfsörugg á samfélagsmiðlum. Sá fyrsti sem sér myndskeiðin þín á Snapchat er fyrrverandi makinn.

Vogin 23. september til 22. október

Vogin reynir oft að forðast að tala um hlutina og þess vegna geta sambandsslit hjá vog verið full af biturð. Eftir sambandsslitin brýst reiðin út hjá voginni og hún leyfir öllum að heyra hversu slæmur fyrrverandi makinn var.

Það sem vogin er líkleg til að gera eftir sambandsslit: Ef vogin er mjög reið er hún líkleg til að skrá sig í lögfræði eða eitthvað álíka en ef hún er bara pínu reið á hún það til að búa til sambandsslitalagalista á Spotify.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem vogin mun rekast á fyrrverandi maka: Vogin sér fyrrverandi oft af því að þau vingast aftur.

mbl.is/Thinkstockhphotos

Sporðdrekinn 23. október til 21. nóvember

Fyrrverandi makar sporðdrekans eru hræddir við hann. Ef sporðdrekanum finnst eins og makinn skuldi sér pening þá er hann ekki hræddur við að tína til eldgamlar nótur og rukka. Sporðdrekinn er mjög ákafur í eðli sínu og vinnur úr sambandsslitum á þann hátt. Því eldri sem sporðdrekinn verður áttar hann sig á því að sumir passa einfaldlega ekki saman.

Það sem sporðdreki er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Sporðdreki gæti átt það til að gæla við þá hugmynd að byrja með besta vini fyrrverandi maka síns. Bara til þess að segjast hafa unnið sambandsslitin.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem sporðdreki mun rekast á fyrrverandi maka: Þegar sporðdrekinn er að monta sig af því að vera hitta einhvern annan.

Bogmaðurinn 22. nóvember til 21. desember

Bogmaðurinn er skemmtilegur og fyndinn og það er eiginlega aðeins of létt fyrir hann að verða vinur fyrrverandi maka síns. Bogmaðurinn er alveg til í að kyssa aðeins fyrrverandi maka sinn en er of þrjóskur til þess að viðurkenna að það að hann vilji hefja nýtt samband.

Það sem bogmaður er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Bogmanninum væri trúandi til þess að láta fyrrverandi maka sinn fara á stefnumót með vini sínum, bara til þess að sýna hversu mikið hann væri kominn yfir fyrrverandi makann.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem bogmaður mun rekast á fyrrverandi maka: Bogmaðurinn ætti það til að sjá fyrrverandi maka vera að leita að nýjum maka á Tinder. Það særir bogmanninn aðeins að sjá að sambandsslitin eru raunveruleg.

Steingeitin 22. desember til 19. janúar

Steingeitin er glöð yfir því að vera aftur orðin einhleyp og geta farið út og kynnst nýju fólki sem útskýrir af hverju steingeitin þarf lítinn tíma til þess að jafna sig.

Það sem steingeitin er líkleg til að gera eftir sambandsslit: Steingeitin er líkleg til þess að fara og hitta einhvern sem er algjör andsæða við fyrrverandi makann.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem steingeitin mun rekast á fyrrverandi maka: Þið hittist í gleðskap hjá sameiginlegum vinum en steingeitin fattar það ekki fyrr en fyrrverandi sendir henni SMS um það löngu seinna.

mbl.is

Svona þværðu hárið úti í geimnum

15:00 Geimfarinn Karen Nyberg sýnir fólki hvernig hún heldur hári sínu hreinu á meðan hún er í geimnum.   Meira »

Taka rassamyndir í nafni sjálfsástar

12:00 Listakonur frá Montreal í Kanada, Emilie Mercier og Frédérique Marsille, stofnuðu 1001 Fesses, sem þýðir 1001 rass á íslensku. Meira »

Klósettpappír nýtist ekki bara á klósettinu

09:00 Ef þú nennir ekki í ræktina er tilvalið að gera æfingar heima. Skortur á ræktartækjum er engin fyrirstaða þar sem vel má nota klósettpappír við æfingar. Meira »

Draumagarður í sinni tærustu mynd

06:00 Ertu að hugsa um að stækka pallinn eða gera garðinn ógleymanlegan? Garðurinn í kringum þetta meistarastykki ætti svo sannarlega að fá verðlaun, svo flottur er hann. Meira »

Kennir hundunum um litla kynlífslöngun

Í gær, 23:59 „Kynlífslöngun okkar var aldrei á sömu bylgjulengdinni en síðustu fjögur ár hefur hann eiginlega ekki haft neinn áhuga á kynlífi. Hann kennir hundunum um.“ Meira »

Lyftingar ekki bara fyrir fitness-stjörnur

Í gær, 21:00 Michelle Franklin missti 50 kíló með því að stunda lyftingar og breyta matarræðinu. Franklin sem er 51 árs gömul amma vill sýna fólki að lyftingar eru ekki aðeins fyrir fitness-stjörnur á Instagram. Meira »

Ásdís Rán vekur athygli í Bretlandi

í gær Þyrlupróf Ásdísar Ránar hefur ekki bara ratað í fjölmiðla hérlendis, nýlega birti breska síðan Mail Online umfjöllun um Ásdísi og aðrar konur sem lagt hafa fyrir sig þyrluflug. Meira »

Flottir veggir í piparsveinsíbúð

Í gær, 18:00 Flottir veggir og skandinavískur stíll einkenna glæsilega piparsveinsíbúð sem nýlega var tekin í gegn.   Meira »

Staðan sem fullnægir konum

í gær Kynlífssérfræðingur hefur látið í ljós bestu kynlífsstöðuna sem lætur konur oftast fá fullnægingu.  Meira »

Ætlaði ekki að vera sjúklingur allt sitt líf

í gær Margrét Sigurðardóttir hefur misst 18 kíló á tæpum fjórum mánuðum án allra öfga. En Margrét sem glímir við vefjagigt og er með hjartasjúkdóm hefur þrisvar sinnum á nokkrum árum þurft að byrja frá grunni að taka sig í gegn. Meira »

Guðdómlegt við Hringbraut

í gær Við Hringbraut 48 stendur fallegt hús en í húsinu er 143 fm íbúð sem byggð var 1937. Steinþór Kára arkitekt hannaði endurbætur á íbúðinni í samráði við eigendur. Meira »

Baldvin Jónsson 70 ára - MYNDIR

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Hótel Borg þegar Baldvin Jónsson fagnaði 70 ára afmæli sínu í sól og blíðu síðasta laugardag.   Meira »

100 ára með bestu fegrunarráðin

í fyrradag Það er ekki hægt að finna mikið reyndari konur þegar það kemur að fegurðarráðum en þær sem hafa náð 100 ára aldri. Þess vegna spurði tímaritið Allure nokkrar hressar konur sem eru yfir 100 ára út í þeirra bestu ráð þegar það kemur að húðumhirðu og förðun. Meira »

Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

14.8. Rebekah Ceidro var að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Meira »

Nokkrar leiðir til að ná árangri í fjármálum

14.8. „Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli: Meira »

Bað kærustunnar á bólakafi

13.8. Eric Martinez skipulagði hið fullkomna bónorð fyrir kærustu sína sem er alveg hugfangin af hafmeyjum.  Meira »

Skemmtilegt hlaupaplan Birgittu Lífar

14.8. Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri Ungfrú Íslands og flugfreyja birti skemmtilegt hlaupaplan sitt og allra stelpnanna í RVK-fit á Trendnet fyrr á dögum. Meira »

Sex snyrtivörur sem má ekki nota daglega

14.8. Tímaritið Women's Health spjallaði við nokkra fagmenn í snyrti- og hárvörubransanum til þess að komast að því hvaða vörur skal forðast að nota daglega. Meira »

Matröðin rættist, hún var ólétt

13.8. „Haustið 2004, þegar ég var í heimavist í háskóla, sat ég ein fyrir framan lækni þar sem að hann hreyfði varir sínar og sagði mér að mín helsta martröð væri að rætast: Ég var ólétt.“ Meira »

Myndar götutískuna í Reykjavík

13.8. Ólafur Hannesson er 24 ára ljósmyndari sem að stofnaði Instagram-aðganginn RVK_Fashion fyrir rúmlega þremur vikum þar sem að hann myndar götustílinn í miðborg Reykjavíkur. Meira »