Hvernig fyrrverandi maki ert þú?

mbl.is/Thinkstockhphotos

Stjörnumerkin segja margt um hvernig persónur við erum. Ákveðin persónueinkenni fylgja oft ákveðnum stjörnumerkjum. Cosmopolitan fór yfir það hvernig stjörnumerkin geta haft áhrif á það hvernig við högum okkur sem fyrrverandi makar.

Vatnsberinn 20. janúar til 18. febrúar

Þú ert líklega bara ánægður með að vera orðinn einhleypur á ný. Sem vatnsberi ertu mjög sjálfstæður og þarft að finna fyrir hver þú ert. Sambandsslit fara ekki illa með þig. Þú ert félagslyndur og fólk á auðvelt með að falla fyrir þér en þú gerir þó kröfur.

Það sem vatnsberinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit:  Bóka sér langþráða utanlandsferð.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem vatnsberi mun rekast á fyrrverandi maka: Einhvers staðar úti, makinn verður vandræðalegur en þú skilur fyrst ekki af hverju fyrr en þú fattar að þú ert á stefnumóti með einhverjum sem er miklu sætari en fyrrverandi makinn.

Fiskurinn 19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn er óeigingjarn. Þú leggur alltaf mikið á þig og ert vinalegur og vinnur traust allra. Vinir þínir verða slegnir og vilja allt fyrir þig gera. Þú reynir að halda sambandsslitunum á friðsamlegu nótunum. En af því að fiskurinn er svo viðkvæmur hafa sambandsslitin mikil áhrif á hann.

Það sem fiskurinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Byrja með ljóðablogg sem verður vinsælt.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem fiskurinn mun rekast á fyrrverandi maka: Fyrrverandi makinn byrjar að fylgjast með því sem þú gerir og allt í einu eru makinn búinn að líka við eitthvað sem þú settir inn á Instagram fyrir 38 vikum.

Hrúturinn 21. mars til 19. apríl

Allir þínir fyrrverandi sakna þín strax. Nú þegar þið eruð ekki lengur saman fatta þeir af hverju þeir voru að missa. Hrúturinn er sjálfsöruggur og verður frekar móðgaður yfir sambandsslitunum heldur en sár.

Það sem hrúturinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Fara á blint stefnumót innan við sólarhring eftir sambandsslit.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem hrúturinn mun rekast á fyrrverandi maka: Fyrrverandi maki hittir þig „óvart“ í skólanum/vinnunni/á barnum sem þú ert alltaf á. Það virkar ekki, þú sérð í gegnum þetta.

mbl.is/Thinkstockhphotos

Nautið 20. apríl til 20. maí

Rökhugsun er sterka hlið nautsins, um leið og þú fattaðir að þið munduð ekki vera saman til æviloka var þér sama. Vegna þess hversu mikið traust og öryggi fylgir nautinu vill það vera vinur fyrrverandi makans. Þó svo að nautið geti það þýðir það ekki endilega að fyrrverandi makinn þoli slíka nálægð án þess að tilfinningar blossi upp aftur.

Það sem nautið er líklegt til að gera eftir sambandsslit: Fyllir fataskápinn af nýjum fötum eða breytir öðrum hlutum í lífi sínu.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem nautið mun rekast á fyrrverandi maka: Þú sérð þá daglega eftir að þið verðið góðir vinir eftir sambandsslitin.

Tvíburinn 21. maí til 20. júní

Tvíburinn er ævintýragjarn og óttalaus þannig að sambandsslit eru ekkert mál fyrir þá. En kannski ættu þeir að hafa meiri áhyggjur stundum. Óákveðið eðli tvíburans gerir hann fullkominn fyrir haltu mér slepptu mér samband.

Það sem tvíburinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Tala um sambandsslitin við vinkonur sínar. Tvíburinn nær sér best umkringdur mikilli ást.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem tvíburinn mun rekast á fyrrverandi maka: Tvíburinn væri vís til þess að biðja fyrrverandi maka um að hittast í kaffibolla. Ástæðan væri sú að sjá hvernig fyrrverandi makinn hafi það og hvort hann sé tilbúinn að byrja sambandið aftur.

Krabbinn 21. júní til 22. júlí

Sambandsslit eru mjög erfið fyrir krabba. Kröbbum finnst þeir vera sviknir enda eru krabbar mjög traustir og trúfastir.

Það sem krabbinn er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Fara í gegnum myndir af fyrrverandi maka á Facebook og Instagram og athuga hvort fyrrverandi sé að hitta einhvern. Vinir krabbans fá hann síðan til að blokka á fyrrverandi makann.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem krabbinn mun rekast á fyrrverandi maka: Krabbinn mun líklega aldrei hitta fyrrverandi maka vegna þess að hann reynir allt til þess að forðast hann.

Stjörnumerki.
Stjörnumerki. Af Wikipedia

Ljón 23. júlí til 22. ágúst

Ljónið verður aðeins reitt og móðgað yfir að hafa eytt sínum dýrmæta tíma með einhverjum sem var ekki þess virði. Ljónið er reyndar líka pínulítið sárt yfir því að einhver sá ekki hversu frábært það er.

Það sem ljónið er líklegt til að gera eftir sambandsslit: Búa til stuttmynd um upplifunina.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem ljónið mun rekast á fyrrverandi maka: Ljónið býður fyrrverandi 20 árum seinna á Broadway-frumsýningu með sér í aðalhlutverki bara til þess að geta sagt sjáðu hverju þú misstir af.

Meyjan 23. ágúst til 22. september

Meyjan reynir að finna einhvern æðri tilgang með öllu. Á milli þess að gráta úr sér augun er hún þakklát fyrir það sem stjörnurnar voru að reyna segja henni.

Það sem meyjan er líkleg til að gera eftir sambandsslit: Eftir tvo daga ertu enn grátandi og skilur ekkert af hverju þetta fór svona. Þú þarft tíma til að melta hlutina.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem meyjan mun rekast á fyrrverandi maka: Meyjan byrjar að vera virk og sjálfsörugg á samfélagsmiðlum. Sá fyrsti sem sér myndskeiðin þín á Snapchat er fyrrverandi makinn.

Vogin 23. september til 22. október

Vogin reynir oft að forðast að tala um hlutina og þess vegna geta sambandsslit hjá vog verið full af biturð. Eftir sambandsslitin brýst reiðin út hjá voginni og hún leyfir öllum að heyra hversu slæmur fyrrverandi makinn var.

Það sem vogin er líkleg til að gera eftir sambandsslit: Ef vogin er mjög reið er hún líkleg til að skrá sig í lögfræði eða eitthvað álíka en ef hún er bara pínu reið á hún það til að búa til sambandsslitalagalista á Spotify.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem vogin mun rekast á fyrrverandi maka: Vogin sér fyrrverandi oft af því að þau vingast aftur.

mbl.is/Thinkstockhphotos

Sporðdrekinn 23. október til 21. nóvember

Fyrrverandi makar sporðdrekans eru hræddir við hann. Ef sporðdrekanum finnst eins og makinn skuldi sér pening þá er hann ekki hræddur við að tína til eldgamlar nótur og rukka. Sporðdrekinn er mjög ákafur í eðli sínu og vinnur úr sambandsslitum á þann hátt. Því eldri sem sporðdrekinn verður áttar hann sig á því að sumir passa einfaldlega ekki saman.

Það sem sporðdreki er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Sporðdreki gæti átt það til að gæla við þá hugmynd að byrja með besta vini fyrrverandi maka síns. Bara til þess að segjast hafa unnið sambandsslitin.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem sporðdreki mun rekast á fyrrverandi maka: Þegar sporðdrekinn er að monta sig af því að vera hitta einhvern annan.

Bogmaðurinn 22. nóvember til 21. desember

Bogmaðurinn er skemmtilegur og fyndinn og það er eiginlega aðeins of létt fyrir hann að verða vinur fyrrverandi maka síns. Bogmaðurinn er alveg til í að kyssa aðeins fyrrverandi maka sinn en er of þrjóskur til þess að viðurkenna að það að hann vilji hefja nýtt samband.

Það sem bogmaður er líklegur til að gera eftir sambandsslit: Bogmanninum væri trúandi til þess að láta fyrrverandi maka sinn fara á stefnumót með vini sínum, bara til þess að sýna hversu mikið hann væri kominn yfir fyrrverandi makann.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem bogmaður mun rekast á fyrrverandi maka: Bogmaðurinn ætti það til að sjá fyrrverandi maka vera að leita að nýjum maka á Tinder. Það særir bogmanninn aðeins að sjá að sambandsslitin eru raunveruleg.

Steingeitin 22. desember til 19. janúar

Steingeitin er glöð yfir því að vera aftur orðin einhleyp og geta farið út og kynnst nýju fólki sem útskýrir af hverju steingeitin þarf lítinn tíma til þess að jafna sig.

Það sem steingeitin er líkleg til að gera eftir sambandsslit: Steingeitin er líkleg til þess að fara og hitta einhvern sem er algjör andsæða við fyrrverandi makann.

Líklegustu aðstæðurnar þar sem steingeitin mun rekast á fyrrverandi maka: Þið hittist í gleðskap hjá sameiginlegum vinum en steingeitin fattar það ekki fyrr en fyrrverandi sendir henni SMS um það löngu seinna.

mbl.is

Kynlíf gott fyrir gamla kolla

23:00 Það eru ekki bara krossgátur sem halda vitsmunum fólks í góðu lagi í seinni hálfleik. Ný rannsókn sýnir að reglulegt kynlíf beri einnig góðan árangur. Meira »

„Ótrúlegt að einhvern langaði að giftast mér“

20:00 Ástin er í forgrunni hjá fimleikaparinu Agnesi Suto og Tomi Tuuha en þau gengu í hjónaband á eyjunni Sint Maarten 1. júní síðstaliðinn. Parið dvaldi í sjö daga í Karabíska hafinu til að láta drauminn um brúðkaupið rætast. Brúðkaupið var haldið á ströndinni og voru fjölskyldur þeirra beggja viðstaddar athöfnina. Greint er frá brúðkaupinu á vef Fimleikasambands Íslands. Meira »

Ertu föst á rauðu ljósi?

17:47 „Ég hentist út úr dyrunum, í dag, orðin allt of sein, átti vera með fyrirlestur eftir tíu mínútur. Ég setti bensíngjöfina í botn og fór á öðru dekkinu af stað. Af því að ég var svo stressuð þá gleymdi ég mér og fór í vitlausa átt og þurfti að fara í gegnum miðbæinn. Meira »

Sjáið skreytingarnar í brúðkaupinu

14:47 María Másdóttir, eigandi Blómahönnunar, sá um skreytingar fyrir brúðkaup Kristbjargar Jónasdóttur og Aron Einars Gunnarssonar sem haldið var á Korpúlfsstöðum seinustu helgi. Meira »

Reykjavík skartaði sínu fegursta í boðinu

13:00 Reykjavík skartaði sínu fegursta þegar bókin Reykjavík -then & now kom út. Slegið var upp teiti við Þingholtsstræti í Reykjavík þar sem boðið var upp á girnilegar veitingar og góða stemningu. Meira »

Selja 125 milljóna verðlaunahús

10:01 Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir hafa sett 125 milljóna einbýli sitt við Fáfnisnes á sölu. Húsið var valið fallegasta hús landsins 1973. Meira »

Íris í Vera Design selur glæsiíbúð

06:00 Íris Björk Tanyja Jónsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína við Strandveg í Garðabæ á sölu. Íris rekur fyrirtækið Vera Design sem framleiðir fallega skartgripi, meðal annars hring með æðruleysisbæninni. Meira »

Guðrún, Linda og Karen í stemningu

09:00 Guðrún Bergmann, Linda Baldvinsdóttir og Karen Kjerúlf létu sig ekki vanta þegar Reykjavík Foods kynnti hægeldaðan lax.   Meira »

Svona fara þær að því að fá það

Í gær, 23:59 „Það tók mig langan tíma, og nokkuð marga bólfélaga, til að átta mig á því að ég get fengið fullnægingu með því að liggja á maganum og lyfta mjöðmunum (annaðhvort með eða án púða).“ Meira »

Michelle Obama fer í vinkvennaæfingabúðir

í gær Michelle Obama greindi frá því nýlega að hún héldi reglulega æfingabúðir fyrir vinkonur sínar. Þá hittast þær og stunda líkamsrækt saman. Ekki svo vitlaus hugmynd það. Meira »

Frábært að vera miðaldra

í gær Eftir fimmtugt hefur fólk gjarnan aukinn „frjálsan“ tíma, þ.e. ekki lengur bundið við að sinna ungum börnum og stóru heimilishaldi. Nú geturðu skipulagt tímann þinn til uppbyggilegra athafna með þig í aðalhlutverki, s.s. farið á æfingu nokkrum sinnum í viku, notið þess að fara í nuddmeðferð, stundað útivist og annað sem gerir líf þitt enn betra og skemmtilegra. Meira »

Á fimm stjörnu lúxushóteli á Maldíveyjum

í gær Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir fitnessdrottning eyða nú hveitibrauðsdögunum á lúxushóteli á Maldíveyjum. Hótelið sem þau dvelja á er hið glæsilegasta enda Maldíveyjar ekki þekktar fyrir annað en lúxus og náttúrufegurð. Meira »

Í Alexander McQueen 17. júní

í gær Katrín hertogaynja dressaði sig upp í bleikan Alexander McQueen kjól 17. júní. Tilefnið var þó annað en að fagna sjálfstæði Íslendinga. Meira »

Yfirhönnuður Geysis selur íbúðina

í gær Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. Erna hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að raða saman hlutum og eins og sést á myndunum hefur það heppnast vel. Meira »

Lífið hefur sjaldan verið eins gott

20.6. Ágústa Eva Erlendsdóttir er komin fimm mánuði á leið. Hún segir að líf hennar hafi sjaldan verið betra en hún á í ástarsambandi við Aron Pálmarsson. Meira »

Passaði upp á að brúðurin væri „gordjöss“

20.6. Kristbjörg Jónasdóttir fitness-drottning var förðuð af Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur á brúðkaupsdaginn sinn.   Meira »

Aron Einar í sérsaumuðum smóking

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, kvæntist Kristbjörgu Jónasdóttur, fitness-drottningu, á laugardaginn. Hann var í sérsaumuðum fötum. Meira »

Löðrandi sveittar og eiga 27 börn samtals

í gær Ólöf Daðey Pétursdóttir tilheyrir hópnum Löðrandi sveittar mæður sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar björgunarsveitunum í WOW Cyclothon. Meira »

Kolfinna Von og Björn Ingi fluttu kveðju frá Lars Lagerback

20.6. Kolfinna Von Arnardóttir og eiginmaður hennar, Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður, fluttu myndbandskveðju frá þjóðhetjunni Lars Lagerback í brúðkaupsveislu Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða og Kristbjargar Jónasdóttur fitnessdrottningu á Þjóðhátíðardaginn. Meira »

Birgitta og Hinrik eru nýtt par

20.6. Birgitta Líf Björnsdóttir og Hinrik Ingi Óskarsson eru nýtt par. Parið birti mynd af sér saman á Instagram um helgina þar sem þau voru stödd á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meira »