Kvartar yfir kynhvöt kærastans

Konunni þótti ekki mikið til kynhvatar kærastans koma.
Konunni þótti ekki mikið til kynhvatar kærastans koma. Ljósmynd / Getty Images

„Ég og kærastinn minn erum í fjarbúð, en við stundum sjaldan kynlíf þegar við hittumst. Ég hef mikla kynhvöt, en ég held að hann hafi það ekki. Mig langar ekki að slíta sambandinu, en kynferði mitt er stór hluti af því hver ég er. Ég hef reynt að tala við hann, en hann fer alltaf í mikla vörn,“ segir í bréfi konu sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Umræðan um mikla, eða litla, kynhvöt er misvísandi þar sem kynhvöt fólks er breytileg. Sveiflur geta orðið í kynlífslöngun vegna heilsu, streitu, aldurs, þreytu eða vegna þátta er varða sambandið svo sem niðurbæld reiði, depurð eða gremju. Þegar við segjum að einhver hafi litla kynhvöt eigum við iðulega við að hann sé ekki tilkippilegur í jafnmiklum mæli og við viljum sjálf,“ svaraði ráðgjafinn um hæl.

„Eins og þú hefur sjálf komist að hefur það lítið upp á sig að kvarta, enda getur það leitt til þess að makinn fari í vörn. Eina leiðin til að ræða þetta, en það er nauðsynlegt, er að nálgast hann á afar blíðlegan hátt og án þess að kenna honum um. Byrjaðu á því að segja honum hversu vel þú kannt að meta kynferðissamband ykkar og hvettu hann til að deila því með þér hvað hann kann að meta í kynlífi. Hlustaðu róleg á. Hugsanlega þurfið þið að draga úr streitunni sem fylgir því að ferðast. Fjarbúð er erfið og sú hugmynd að allt verði frábært þegar þið loksins hittist er óraunsæ. Eftir aðskilnað þurfa pör gjarnan tíma til tengjast andlegum böndum á ný.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál