„Ég get ekki búið með tengdamóður minni“

Konan er komin með nóg af tengdamóður sinni.
Konan er komin með nóg af tengdamóður sinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýgift kona leitaði til ráðgjafa Elle þar sem hún leggur ekki í það að flytja frá tengdaforeldrum sínum þó svo að tengdamóðirin sé að gera hana brjálaða. 

Kæra E. Jean. Ég er 25 ára og nýgift með tengdamóðir sem fer í gegnum dótið mitt, reynir að stjórna því sem ég og eiginmaður minn gerum og grætur ef hlutirnir eru ekki eftir hennar höfði. Hún rífst til að koma á milli okkar og veldur rifrildum. Hún kemur fram við eiginmann minn og mig eins og þræla, lætur okkur gera húsverkin og lætur okkur keyra sig um.

Ég er búin að fá nóg. Reyndar búum við hjá henni (og tengdaföður mínum) á meðan við erum að klára lögfræðina, en meira að segja eiginmaður minn er pirraður. Hins vegar erum við hrædd við að flytja út vegna þess að okkur mun líða illa vegna þess. Þau eru bæði að nálgast sextugt og munu bráðum þurfa á hjálp okkar að halda. Mér finnst eins og við séum að yfirgefa þau.

E. Jean gefur ekki mikið fyrir að tengdaforeldrarnir þurfi á þeirra hjálp að halda enda eru þau um 15 árum yngri en hún sjálf. Hún segir meðvirku tengdadótturinni að segja þrjótunum að sjá um sig sjálfa. 

Farið með þau út að borða og segið þeim að þið séuð að flytja út. Þegar þau byrja að gráta og falla í yfirlið skulu þið útskýra fyrir þeim að þau séu svo og ung og hraust að þau séu líklega betur til þess fallin að keyra ykkur um. Segið þeim að það sé fáránlegt að þið búið inni á þeim enn þá, að þið þurfið að einbeita ykkur að náminu og þið hlakkið til að hitta þau einu sinni á tveggja vikna fresti.

E.s. Vinsamlegast vertu svo góð að biðja tengdamóður þína að halda sig fjarri mér.

Tengdamóðirin reynir að stjóran nýgiftu hjónunum.
Tengdamóðirin reynir að stjóran nýgiftu hjónunum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál