Sjálfsfróun gerir þig að betri elskhuga

Fólk lærir inn á sjálft sig með því að stunda …
Fólk lærir inn á sjálft sig með því að stunda sjálfsfróun. mbl.is/Thinkstockphotos

Tilgangur sjálfsfróunar er ekki bara sá augljósi. Sjálfsfróun getur líka slakað á spennu eftir erfiðan dag eða hjálpað þér að sofna. Það sem allir ekki átta sig á er að sjálfsfróun getur gert þig að betri elskhuga. Women's Health fór yfir hvernig og af hverju. 

Fólk fattar hvað fær það til að fá fullnægingu með því að stunda sjálfsfróun

Það tekur tíma að ná fullum tökum á hinni fullkomnu súkkulaðiköku og það sama má segja um fullnæginguna. Með sjálfsfróun kemst fólk að því hvað því finnst gott og hvað ekki. Með því að vita hvað þér finnst gott er auðveldara fyrir þig að leiðbeina bólfélaga þínum.

Smá sjálfsást kemur þér langt

Það hefur jákvæð áhrif á sjálfstraustið, sjálfsálitið og líkamsímynd þína að tengja við sjálfan þig í gegnum sjálfsfróun. En gott sjálfstraust skiptir miklu máli í rúminu.

Það þarf að halda sér við

Regluleg sjálfsfróun er mikilvæg til að geta haldið áfram að stunda gott kynlíf þegar fólk eldist. Grindarbotnsvöðvarnir þjálfast við sjálfsfróun og fullnægingu en þeir eru mikilvægir í kynlífi.

Æfingin skapar meistarann

Örvunin byrjar í heilanum og það þarf að þjálfa þann vöðva rétt eins og aðra vöðva. Því oftar sem þú stundar sjálfsfróun hugsarðu meira um kynlíf og vilt það oftar. Það sama má segja um fullnægingu því oftar sem þú færð það því auðveldara verður það.

Æfingin skapar meistarann.
Æfingin skapar meistarann. mbl.is/Getty Images
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál