Kærastan er ólétt eftir vinnufélaga sinn

Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir ...
Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir að kærastan varð ólétt eftir vinnufélaga sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun, en kærastan hans er ólétt eftir annan mann og hann veit ekki hvort hann á að fara frá henni eða ekki. 

„Kærastan mín er ólétt eftir vinnufélaga sinn sem hún átti einnar nætur gaman með. Hún sér eftir framhjáhaldinu en vill ekki eyða fóstrinu. Ég er 36 ára og kærastan mín 34 ára. Við erum búin að vera saman í tvö ár og ég elska hana. Hún á þriggja ára son frá fyrra sambandi en ég elska hann eins og hann væri mitt eigið barn. Hann er frábært barn. Upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um að flytja inn með henni. Ég er ekki alltaf til staðar vegna vinnu minnar, hún vinnur fulla vinnu og mamma hennar sér um barnið. Hún endaði á því að sofa hjá vinnufélaga sínum þegar hún var í vinnuferð og ég var í burtu í þrjá mánuði.

Þau fóru út að borða með hinum vinnufélögunum. Hún varð drukkin og segist bara hafa ætlað að tala við hann á hótelherberginu hans. Það endaði á því að þau fóru að kyssast og eitt leiddi af öðru. Hún skammaðist sín eftir þetta. Ég fann að hún lét undarlega þegar ég hitti hana tveimur vikum seinna en ég sagði ekkert. Mánuði seinna missti hún út úr sér að hún væri ólétt eftir þennan mann.

Ég er ekki einu sinni reiður. Ég er bara leiður, svikinn og niðurdreginn af því ég veit ekki hvað ég á að gera. Hún hefur sagt mér að hún elski mig og sjái eftir því sem gerðist. Hún virðist vera einlæg. Við erum búin að ræða saman en hún er hörð á því að fara ekki í fóstureyðingu. Ég veit ekki hvort ég á að halda áfram í þessu sambandi og bjóða barnið velkomið þegar það fæðist eða ganga burt í ástarsorg.“

Deidre segist dást að því hvernig maðurinn tekur þessu öllu en bendir honum á að hann þurfi að taka alvarlega ákvörðun.

„Það er eitt að sjá um barn annars manns frá fyrra sambandi en annað þegar barnið er til komið vegna framhjáhalds maka. Voruð þið kannski búin að reyna að koma í veg fyrir að eignast barn saman? Það væri hræðilegt fyrir barnið ef því fyndist eins og „pabbanum“ væri í nöp við sig. Þú elskar kærustuna þína augljóslega mikið og hún er raunverulega miður sín svo það er þess virði fyrir þig að vinna úr tilfinningum þínum til þess að sjá hvort þú getir elskað þetta barn eins og þú elskar bróður þess. Hvað sem öllu líður þá er þetta alls ekki barninu að kenna.“

Konan segist ennþá elska manninn.
Konan segist ennþá elska manninn. Ljósmynd/Getty images
mbl.is

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

09:00 Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

06:00 Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

Í gær, 23:59 Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

Í gær, 21:00 Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

Í gær, 18:00 Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

Í gær, 15:00 Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »

Megrunarhlé besta megrunin

í gær Ef megrunin sem þú ert í er ekki að virka gæti það verið vegna þess að þú ert ekki að taka þér frí frá megruninni.   Meira »

Kolsvört sykurskýrsla

Í gær, 12:00 „Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram.“ Meira »

Heillandi piparsveinaíbúð í 101

í gær Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Stutt og flegið í fæðingarorlofinu

í fyrradag Beyoncé er ekki bara heima í jogging-gallanum í fæðingarorlofinu. Hún er dugleg að skvísa sig upp og sýna línurnar.   Meira »

Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

í fyrradag „Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.“   Meira »

Góðgerlar hafa áhrif á líkamsþyngdina

í fyrradag „Alejandro Junger segir mikilvægt að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum.“ Meira »

Sólveig kokkar í hringlaga eldhúsi

í fyrradag Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan, er með ansi flott eldhús heima hjá sér í Hrauntungu í Kópavogi. Eldhúsið er hringlaga. Meira »

Ekki þverfótað fyrir glæsikonum

21.9. Gleðin var við völd þegar Erna Gísladóttir eigandi Snyrtistofunnar á Garðatorgi hélt teiti í tilefni af stækkun stofunnar. Í boðinu varð ekki þverfótað fyrir glæsilegum konum. Meira »

Andlitsfallið kemur upp um kynhegðun þína

20.9. Hvað segir andlitið um kynhvötina þína? Þeir sem eru með kassalagað andlit hafa til dæmis tilhneigingu til að hafa sterka kynhvöt. Meira »

Kidman tók Sigmund Davíð á þetta

20.9. Nicole Kidman mætti í ósamstæðum skóm á Emmy-verðlaunahátíðina. Það þykir víst í lagi enda mætti Sigmundur Davíð þannig skóaður þegar hann hitti Barrack Obama. Meira »

Saga Garðars og Snorri eiga von á barni

í fyrradag Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eru að fara að takast á við nýtt hlutverk innan skamms en þau eiga von á sínu fyrsta barni. Meira »

10 óþolandi hlutir sem fólk gerir í ræktinni

21.9. Ert þú einn af þeim sem gengur aldrei frá lóðunum eða ráfar um búningsklefann á sprellanum? Þá gæti verið að þú værir í ónáð hjá nokkuð mörgum. Meira »

Brosti til baka þegar fólkið hló að henni

20.9. Í fyrsta sinn sem Jacqueline Adan klæddist sundbol í langan tíma var hlegið að henni. Adan er hætt að láta aðra hafa áhrif á það hvernig hún lífir lífinu. Meira »

Mættu allar fyrir tilviljun í eins kjólum

20.9. Þær voru ekki brúðarmeyjar og það var ekki samantekið ráð hjá sex konum að mæta eins klæddar í brúðkaup.   Meira »