Kærastan er ólétt eftir vinnufélaga sinn

Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir ...
Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir að kærastan varð ólétt eftir vinnufélaga sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun, en kærastan hans er ólétt eftir annan mann og hann veit ekki hvort hann á að fara frá henni eða ekki. 

„Kærastan mín er ólétt eftir vinnufélaga sinn sem hún átti einnar nætur gaman með. Hún sér eftir framhjáhaldinu en vill ekki eyða fóstrinu. Ég er 36 ára og kærastan mín 34 ára. Við erum búin að vera saman í tvö ár og ég elska hana. Hún á þriggja ára son frá fyrra sambandi en ég elska hann eins og hann væri mitt eigið barn. Hann er frábært barn. Upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um að flytja inn með henni. Ég er ekki alltaf til staðar vegna vinnu minnar, hún vinnur fulla vinnu og mamma hennar sér um barnið. Hún endaði á því að sofa hjá vinnufélaga sínum þegar hún var í vinnuferð og ég var í burtu í þrjá mánuði.

Þau fóru út að borða með hinum vinnufélögunum. Hún varð drukkin og segist bara hafa ætlað að tala við hann á hótelherberginu hans. Það endaði á því að þau fóru að kyssast og eitt leiddi af öðru. Hún skammaðist sín eftir þetta. Ég fann að hún lét undarlega þegar ég hitti hana tveimur vikum seinna en ég sagði ekkert. Mánuði seinna missti hún út úr sér að hún væri ólétt eftir þennan mann.

Ég er ekki einu sinni reiður. Ég er bara leiður, svikinn og niðurdreginn af því ég veit ekki hvað ég á að gera. Hún hefur sagt mér að hún elski mig og sjái eftir því sem gerðist. Hún virðist vera einlæg. Við erum búin að ræða saman en hún er hörð á því að fara ekki í fóstureyðingu. Ég veit ekki hvort ég á að halda áfram í þessu sambandi og bjóða barnið velkomið þegar það fæðist eða ganga burt í ástarsorg.“

Deidre segist dást að því hvernig maðurinn tekur þessu öllu en bendir honum á að hann þurfi að taka alvarlega ákvörðun.

„Það er eitt að sjá um barn annars manns frá fyrra sambandi en annað þegar barnið er til komið vegna framhjáhalds maka. Voruð þið kannski búin að reyna að koma í veg fyrir að eignast barn saman? Það væri hræðilegt fyrir barnið ef því fyndist eins og „pabbanum“ væri í nöp við sig. Þú elskar kærustuna þína augljóslega mikið og hún er raunverulega miður sín svo það er þess virði fyrir þig að vinna úr tilfinningum þínum til þess að sjá hvort þú getir elskað þetta barn eins og þú elskar bróður þess. Hvað sem öllu líður þá er þetta alls ekki barninu að kenna.“

Konan segist ennþá elska manninn.
Konan segist ennþá elska manninn. Ljósmynd/Getty images
mbl.is

Glæsilegt konukvöld Pennans

09:54 Það var vel mætt í verslun Pennans í gær þegar konukvöld var haldið í versluninni. Sigga Kling og Sólrún Diego krydduðu boðið. Meira »

10 atriði sem hamingjusöm pör gera

08:00 Stundum fer það eftir því hvernig við högum okkur í ástarsamböndum hvernig rætist úr sambandinu. Ákveðin atriði einkenna fólk sem er í hamingjusömu sambandi. Meira »

Innlit í indverskan draum

Í gær, 23:59 Á Indlandi standa mörg glæsihýsi, hér er litið inn í glæsilegt hús á Indlandi með svefnherbergi sem hæfir Elísabetu Enlandsdrottningu. Meira »

Gifti sig í strigaskóm

Í gær, 21:00 Tennisstjarnan Serena Williams er vön því að vera í strigaskóm. Þökk sé síðum brúðarkjól sást ekki í strigaskóna sem hún var í þegar hún gekk upp að altarinu. Meira »

Í mótlæti lífsins átt þú alltaf val!

Í gær, 18:00 „Ég mun aldrei gleyma viðhorfum móður minnar frá því hún greindist með krabbamein þar til hún lést. 9 mánaða tímabil. Ég var á lokaári í háskólanámi og áfallið hennar var mér líka áfall. Ég varð að standa mína plikt og gerði það sem ég kunni. Verð að viðurkenna að ég setti tilfinningarnar og sársauka í frystikistuna. Hvort sem það var rétt eða rangt á þeim tíma. Ábyggilega rangt. Verið að vinna úr þeim sl. 2 ár!“ Meira »

Köld sturta leynivopn Miröndu Kerr

Í gær, 15:00 Ofurfyrirsætan Miranda Kerr er mikill fegurðarsérfræðingur. Aðferð hennar til þess að líða vel og auka orkuna er síður en svo dýr. Meira »

Byggði sitt eigið hús út frá Pinterest

í gær Diane Keaton kann ekki bara að leika heldur líka að hanna. Keaton er mikil áhugamanneskja um hús og hönnun og notaði hún Pinterest við hönnun á nýja húsinu sínu. Meira »

Íslensk kona er ósátt eftir lýtaaðgerð

í gær „Ég fór í dýra augnloka aðgerð hjá lýtalækni fyrir tveimur árum, sem í stuttu máli lagði líf mitt í rúst. Til stóð að fjarlægja slappa og þreytulega húð, bæði yfir og undir augunum. Eftir þá aðgerð sit ég uppi með MJÖG áberandi og ljót ör - skurðirnir eru mjög sýnilegir undir augunum og allt svæðið umhverfis augun er eldrautt - langt út á gagnaugu.“ Meira »

Kanill hjálpar í baráttunni við aukakílóin

í gær Kanill á morgumatnum, kanill í kökur, kanill í kaffið. Allt er þetta jákvætt enda hraðar kryddið efnaskiptunum í mannslíkamanum. Meira »

10 atriði sem drepa kynhvötina

í fyrradag Ef það er lítið að frétta í kynlífinu gæti það verið vegna þess að kynhvötin er ekki eins mikil og hún er vön að vera. Ýmsar ástæður geta minnkað kynhvötina. Meira »

Urðu ástfangin á netinu

í fyrradag Íris Björk Óskarsdóttir-Veil kynntist eiginmanni sínum, Bandaríkjamanninum Joel Vail, á netinu. Tæp tvö ár eru síðan þau kynntust en þau giftu sig í haust þegar Íris Björk flutti til Bandaríkjanna. Meira »

Klæðist Goat eftir að kúlan fór að stækka

í fyrradag Katrín hertogaynja hefur sést í bæði nýjum og gömlum fötum frá breska fatamerkinu Goat eftir að óléttukúlan fór að vekja athygli. Fatamerkið er þó ekki sérstakt meðgöngumerki. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

í fyrradag „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

22.11. Sífellt fleiri skreyta snemma. Þeir sem eru enn með jólaseríurnar ofan í geymslu ættu að henda þeim upp enda fólk sem skreytir snemma hamingjusamara en aðrir. Meira »

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

21.11. „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »

Ertu að gera út af við þig?

21.11. Við vinnum allt of langan vinnudag oft og tíðum og þegar við ljúkum deginum hömumst við í ræktinni (förum jafnvel í hádeginu) hendumst síðan í búðir eftir að hafa náð í börnin í leikskólann – skólann – íþróttirnar – píanótímana eða hvað svo sem tekur við eftir venjulegan vinnudag allra, förum heim og eldum – sjáum um heimalærdóminn og náum svo að draga andann þegar við erum búin að koma öllum í háttinn, eða hvað? Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í hreingerningarteiti

22.11. Það var fullt út úr dyrum á Hverfisbarnum þegar Sólrún Diego fagnaði útkomu bókar sinnar. Í bókinni er að finna bestu hreingerningarráð allra tíma. Meira »

Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

22.11. Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Meira »

Svona missti Jackson 30 kíló eftir barnsburðinn

21.11. Söngkonan Janet Jackson eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári. Með góðri hjálp er hún búin að léttast um 30 kíló. Þjálfari Jackson leysir frá skjóðunni. Meira »

Magnús leigir út á Airbnb

21.11. Magnús Ólafur Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður einbýlishús sitt við Huldubraut 28 í Kópavogi til leigu. Meira »
Meira píla