Kærastan er ólétt eftir vinnufélaga sinn

Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir ...
Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir að kærastan varð ólétt eftir vinnufélaga sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun, en kærastan hans er ólétt eftir annan mann og hann veit ekki hvort hann á að fara frá henni eða ekki. 

„Kærastan mín er ólétt eftir vinnufélaga sinn sem hún átti einnar nætur gaman með. Hún sér eftir framhjáhaldinu en vill ekki eyða fóstrinu. Ég er 36 ára og kærastan mín 34 ára. Við erum búin að vera saman í tvö ár og ég elska hana. Hún á þriggja ára son frá fyrra sambandi en ég elska hann eins og hann væri mitt eigið barn. Hann er frábært barn. Upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um að flytja inn með henni. Ég er ekki alltaf til staðar vegna vinnu minnar, hún vinnur fulla vinnu og mamma hennar sér um barnið. Hún endaði á því að sofa hjá vinnufélaga sínum þegar hún var í vinnuferð og ég var í burtu í þrjá mánuði.

Þau fóru út að borða með hinum vinnufélögunum. Hún varð drukkin og segist bara hafa ætlað að tala við hann á hótelherberginu hans. Það endaði á því að þau fóru að kyssast og eitt leiddi af öðru. Hún skammaðist sín eftir þetta. Ég fann að hún lét undarlega þegar ég hitti hana tveimur vikum seinna en ég sagði ekkert. Mánuði seinna missti hún út úr sér að hún væri ólétt eftir þennan mann.

Ég er ekki einu sinni reiður. Ég er bara leiður, svikinn og niðurdreginn af því ég veit ekki hvað ég á að gera. Hún hefur sagt mér að hún elski mig og sjái eftir því sem gerðist. Hún virðist vera einlæg. Við erum búin að ræða saman en hún er hörð á því að fara ekki í fóstureyðingu. Ég veit ekki hvort ég á að halda áfram í þessu sambandi og bjóða barnið velkomið þegar það fæðist eða ganga burt í ástarsorg.“

Deidre segist dást að því hvernig maðurinn tekur þessu öllu en bendir honum á að hann þurfi að taka alvarlega ákvörðun.

„Það er eitt að sjá um barn annars manns frá fyrra sambandi en annað þegar barnið er til komið vegna framhjáhalds maka. Voruð þið kannski búin að reyna að koma í veg fyrir að eignast barn saman? Það væri hræðilegt fyrir barnið ef því fyndist eins og „pabbanum“ væri í nöp við sig. Þú elskar kærustuna þína augljóslega mikið og hún er raunverulega miður sín svo það er þess virði fyrir þig að vinna úr tilfinningum þínum til þess að sjá hvort þú getir elskað þetta barn eins og þú elskar bróður þess. Hvað sem öllu líður þá er þetta alls ekki barninu að kenna.“

Konan segist ennþá elska manninn.
Konan segist ennþá elska manninn. Ljósmynd/Getty images
mbl.is

Svona slakar þú almennilega á í fríinu

Í gær, 23:59 Hvernig þú upplifir ferðalagið getur skipt sköpun í andlegri vellíðan.  Meira »

Kærastinn á erfitt með að fá fullnægingu

Í gær, 21:00 „Þegar við erum saman í rúminu hefur hann enga sérstaka löngun í venjulegar samfarir. Besta leiðin fyrir hann virðist vera að fróa sér sjálfur. Þannig eru meiri líkur á fullnægingu hjá honum og sáðláti.“ Meira »

Sex merki sem gáfaðir bera með sér

Í gær, 18:03 Það er fleira en bara hátt skor á greindavísitöluprófi sem gefur til kynna hvort fólk sé gáfað eða ekki.   Meira »

Margrét Lára selur íbúðina

Í gær, 15:00 Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir og sjúkraþjálfarinn Einar Örn Guðmundsson hafa sett fallega útsýnisíbúð sína í Selásnum á sölu. Meira »

Sköllóttir og sexý

Í gær, 12:00 Það eru fjölmargir glæsilegir íslenskir karlmenn sem bera skallann með mikilli reisn. Það er því ekkert óttast þótt hárið sé byrjað að þynnast. Meira »

Karlotta prinsessa í notuðum skóm

Í gær, 09:00 Rauðu skórnir sem Karlotta prinsessa klæddist í Póllandi í vikunni voru áður í eigu frænda hennar, Harry Bretapins.   Meira »

Bestu stellingarnar þegar þú ert stressuð

í fyrradag Ef konur eru stressaðar getur það komið í veg fyrir að þær fái fullnægingu. Það er því um að gera að reyna stunda kynlíf í stellingum sem eru góðar fyrir stressið. Enda hjálpar fullnæging í stressinu. Meira »

Maður með gervifót kosinn Herra England

Í gær, 06:00 Jack Eyers, Herra England, er 28 ára gamall, fyrirsæta og líkamsræktarþjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem maður sem hefur misst útlim vinnur keppnina. Meira »

Smart tekk-íbúð í Laugardalnum

í fyrradag Lítil og sæt íbúð við Kirkjuteig í Reykjavík er komin á sölu. Tekk-húsgögn sóma sér einstaklega vel í íbúðinni í bland við persónulega muni. Meira »

Hlaupa með hjólastóla

í fyrradag Slökkviliðsmenn ætla að gefa einstaklingum sem ekki geta hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu tækifæri til að fara 10 kílómetra með því að hlaupa með þá í hjólastól. Þetta er í ellefta skipti sem slökkviliðsmennirnir taka upp á þessu. Meira »

Gucci með líflega húsgagnalínu

í fyrradag Húsgögnin eru litrík með blóma- og dýramunstrum.   Meira »

Beislin upphaflega hugsuð fyrir djarfar týpur

í fyrradag Hildur Sumarliðadóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2013, en hún býr nú í Danmörku þar sem hún starfar sem hárgreiðslukona auk þess sem hún hannar leðurbeisli og aðra fylgihluti undir merkjum Dark Mood. Meira »

Innlit í loft-íbúð í Kópavogi

í fyrradag Í sjarmerandi íbúð í Kópavoginum, sem áður var vélsmiðja, búa listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Meira »

Getur ekki hætt með unga framhjáhaldinu

19.7. „Við höfum stundum búið til afsakanir til þess að komast út af skrifstofunni eftir hádegi svo við getum farið heim til hans og stundað kynlíf. Hann segir að hann sé ástfanginn af mér og hann sé að stunda besta kynlíf sem hann hefur stundað með mér.“ Meira »

Stílhreint hús á 105 milljónir

19.7. Sett hefur verið á sölu fallegt og stílhreint einbýlishýs á einni hæð í Fossvoginum. Um er að ræða eitt eftirsóttasta hverfi borgarinnar. Meira »

Í sumarlegum draumsóleyja-kjól

19.7. Katrín Hertogaynja var sumarleg þegar hún mætti á Wimbledon-mótið með eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins.  Meira »

Einkaþjálfari birtir raunverulegar myndir

í fyrradag Sophie Allen birti myndir af líkama sínum á Instagram-síðu sinni fyrir og eftir hádegismat til þess að minna á að það er ekki alltaf allt sem sýnist. Meira »

Jafnaði sig eftir slysið við Svartahafið

19.7. Ásdís Rán skellti sér til Búlgaríu þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir nokkum vikum. Hún segir að sandurinn og sólin hafi gert sér gott en hún vonast til þess að geta látið sjá sig í ræktinni á næstunni. Meira »

Rífandi stemning á opnun Ypsilon

19.7. Hönnunarverslunin Ypsilon var opnuð á dögunum og að sjálfsögðu var slegið upp heljarinnar teiti. Stemningin var með besta móti, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Langar að gefa af sér

19.7. Bergsveinn Ólafsson, knattspyrnumaður í FH, er byrjaður að blogga en hann ætlar að deila ýmsum fróðleik varðandi mataræði og andlega og líkamlega heilsu með lesendum sínum. Meira »
Meira píla