Kærastan er ólétt eftir vinnufélaga sinn

Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir ...
Maðurinn veit ekki í hvern fótinn á að stíga eftir að kærastan varð ólétt eftir vinnufélaga sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun, en kærastan hans er ólétt eftir annan mann og hann veit ekki hvort hann á að fara frá henni eða ekki. 

„Kærastan mín er ólétt eftir vinnufélaga sinn sem hún átti einnar nætur gaman með. Hún sér eftir framhjáhaldinu en vill ekki eyða fóstrinu. Ég er 36 ára og kærastan mín 34 ára. Við erum búin að vera saman í tvö ár og ég elska hana. Hún á þriggja ára son frá fyrra sambandi en ég elska hann eins og hann væri mitt eigið barn. Hann er frábært barn. Upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um að flytja inn með henni. Ég er ekki alltaf til staðar vegna vinnu minnar, hún vinnur fulla vinnu og mamma hennar sér um barnið. Hún endaði á því að sofa hjá vinnufélaga sínum þegar hún var í vinnuferð og ég var í burtu í þrjá mánuði.

Þau fóru út að borða með hinum vinnufélögunum. Hún varð drukkin og segist bara hafa ætlað að tala við hann á hótelherberginu hans. Það endaði á því að þau fóru að kyssast og eitt leiddi af öðru. Hún skammaðist sín eftir þetta. Ég fann að hún lét undarlega þegar ég hitti hana tveimur vikum seinna en ég sagði ekkert. Mánuði seinna missti hún út úr sér að hún væri ólétt eftir þennan mann.

Ég er ekki einu sinni reiður. Ég er bara leiður, svikinn og niðurdreginn af því ég veit ekki hvað ég á að gera. Hún hefur sagt mér að hún elski mig og sjái eftir því sem gerðist. Hún virðist vera einlæg. Við erum búin að ræða saman en hún er hörð á því að fara ekki í fóstureyðingu. Ég veit ekki hvort ég á að halda áfram í þessu sambandi og bjóða barnið velkomið þegar það fæðist eða ganga burt í ástarsorg.“

Deidre segist dást að því hvernig maðurinn tekur þessu öllu en bendir honum á að hann þurfi að taka alvarlega ákvörðun.

„Það er eitt að sjá um barn annars manns frá fyrra sambandi en annað þegar barnið er til komið vegna framhjáhalds maka. Voruð þið kannski búin að reyna að koma í veg fyrir að eignast barn saman? Það væri hræðilegt fyrir barnið ef því fyndist eins og „pabbanum“ væri í nöp við sig. Þú elskar kærustuna þína augljóslega mikið og hún er raunverulega miður sín svo það er þess virði fyrir þig að vinna úr tilfinningum þínum til þess að sjá hvort þú getir elskað þetta barn eins og þú elskar bróður þess. Hvað sem öllu líður þá er þetta alls ekki barninu að kenna.“

Konan segist ennþá elska manninn.
Konan segist ennþá elska manninn. Ljósmynd/Getty images
mbl.is

Elskar kærustuna en sefur hjá öðrum

21:00 „Þegar ég er heima með kærustinni minni finnst mér eins og lífið þjóti fram hjá mér og ég gæti verið úti og skemmt mér frábærlega með stelpu sem er skemmtilegri en kærastan mín.“ Meira »

Kampavínsglas á dag kemur heilsunni í lag

18:00 Rannsóknarmenn hafa fundið út að þrjú glös af kampavíni á dag geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og elliglöp og Alzheimer.  Meira »

Svona þrífur þú förðunarbursta þína

15:00 Tímaritið Harpers Bazaar spjallaði við nokkra sérfræðinga og fékk nokkur ráð til þess að hreinsa förðunarburstana á sem bestan hátt. Meira »

Af hverju er Georg alltaf í stuttbuxum?

12:00 Georg prins er alltaf í stuttbuxum, meira að segja um hávetur á jóladag hefur hann sést í kápu og stuttbuxum. Ástæðan er einföld, það þykir of millistéttarlegt að vera í síðbuxum. Meira »

„Gítarinn fer alltaf með hvert sem ég fer“

09:00 Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva í Sycamore Tree voru að senda frá sér nýtt lag. Það er alltaf nóg að gera hjá Gunna. Hann tekur gítarinn með í ferðalög og útilokar ekki að semja ný lög á plötu Sycamore Tree í bústaðarferð um helgina. Meira »

Hefur ekki klippt á sér hárið í 14 ár

06:00 Hárið á Dariu Gubanovu nær henni nærri því niður á ökkla. En Gubanova hætti að klippa hárið í veðmáli þegar hún var 13 ára. Meira »

Fékk sér tattú af nafni Fanndísar

í gær Orri Einarsson, framleiðslustjóri Áttunnar, skellti sér á húðflúrstofu í Brussel í gær og fékk sér húðflúr með nafni Fanndísar Friðriksdóttur landsliðskonu. Meira »

Reiknaðu út hversu mikið kynlíf þú stundar

í gær Fólk veltir því oft fyrir sér hvort það sé að stunda meira eða minna kynlíf en aðrir. Með nýrri reiknivél getur þú slegið inn aldur þinn, hversu oft þú stundar kynlíf og með hverjum og fundið út hvar þú stendur. Meira »

Atli Fannar orðinn faðir

í gær Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og flugfreyjan Lilja Kristjánsdóttir eignuðust dreng á dögunum.   Meira »

Bjór-jóga æði gengur yfir heiminn

í gær Svokallaðir bjór-jóga tímar hafa verið að spretta upp um allan heim upp á síðkastið þar sem bjórdrykkja er sameinuð við jógaæfingar. Meira »

Treyjur Gylfa boðnar upp fyrir Darra litla

í gær Darri Magnússon er eins og hálfs árs gamall drengur sem glímir við bráðahvítblæði. Gamlir skólafélagar föður hans ætla að halda styrktarkvöld fyrir fjölskylduna í tilefni 20 ára útskriftarafmælis úr Foldaskóla. Meira »

Hillurnar sem allir eiga

í gær Það er ekki sama hvernig raðað er í hillur. En nú þykir ekkert fínna en að eiga fallega hvítar hillur með plöntum, myndum og sérvöldum bókum sem liggja í hillunum. Meira »

Missti 57 kíló og lykillinn var einfaldur

í gær Á aðeins einu og hálfu ári missti Franny 57 kíló. Hún notar gamlar myndir af sér til þess að hvetja sig áfram.   Meira »

Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

í fyrradag Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York.   Meira »

Óli Stef og Kristín selja slotið

25.7. Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur stendur stórglæsilegt einbýlishús í eigu handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar og konu hans Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur. Meira »

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

25.7. Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Drew Barrymore er snyrtivörufíkill

í gær Leikkonan Drew Barrymore á veglegt safn af snyrtivörum enda lýsir hún sjálfri sér sem snyrtivörufíkli.   Meira »

Sjö ráð fyrir betra kynlíf

25.7. Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.   Meira »

Fangelsi breytt í lúxushótel

25.7. Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

25.7. Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »