Konur toppa fyrr í kynlífi en karlar

Yngri konur eru með meiri kynlöngun ef marka má könnunina.
Yngri konur eru með meiri kynlöngun ef marka má könnunina. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt nýrri ástralskri könnun eru konur yngri þegar þær ná hápunkti sinum í kynlífi en karlar. En á Daily Mail kemur fram að um 1.400 Ástralar tóku þátt í könnuninni á vegum Lovehoney. 

Einn eigandi Lovehoney segir útkomuna vera áhugaverða þar sem því hefur oft verið haldið fram að karlmenn nái ákveðnum kynlífshápunkti um tvítugt á meðan því hefur oft verið haldið fram um konur að þær þrái kynlíf meira rétt eftir þrítugt. 

Í könnuninni kom í ljós að 58 prósent kvennanna sem tóku þátt sögðu kynhvötina vera mesta á árunum 18 til 24 ára. En aðeins 42 prósent karla sögðu kynhvötina vera hæsta á þessum aldri. 

Svo virðist sem kynhvöt kvenna minnki með aldrinum ef marka má könnunina. En helmingur þeirra viðurkennir einnig að mismikil kynlöngun hafi haft áhrif á samband sitt. Sem gerir það að verkum að konur virðast vera duglegri að tala um hvaða áhrif kynlíf hefur í sambandi. 

75 prósent kvennanna sögðu að þær óskuðu að vera með meiri kynlöngun en aðeins 21 prósent karla óskuðu þess. 

Margar konur óska þess að hafa meiri kynlöngun ef marka …
Margar konur óska þess að hafa meiri kynlöngun ef marka má könnunina. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál