Leggja sig fram við að gefa ljótar gjafir

Sigurður Grétarsson, Íris Emilsdóttir, Helgi Briem og Þóra Emilsdóttir leggja …
Sigurður Grétarsson, Íris Emilsdóttir, Helgi Briem og Þóra Emilsdóttir leggja sig fram að gefa hvort öðru ljótar gjafir. mynd/samsett

Fyrir 21 ári síðan byrjuðu Þóra Emilsdóttir og eiginmaður hennar að gefa systur Þóru og eiginmanni hennar ljótar gjafir þegar komið var heim frá útlöndum.  Systir hennar svaraði í sömu mynt og eiga bæði hjónin orðið myndarlegt safn af einstaklega ljótum hlutum, þau ætla því að halda sýningu á hlutunum á Menningarnótt í Gallerí PÁ.  

„Við leitum eftir ljótu til þess að gefa hvort öðru, reynum alltaf að reyna toppa ljótleikann,“ segir Þóra um gjafirnar en ein ástæðan fyrir sýningunni er sú að fólk í kringum þau er mjög spennt að sjá gjafirnar enda hafa ekki margir séð safnið. Þau hafa nefnilega ekki reynt að finna fegurðina í ljótleikanum og hafa gjafirnar bara farið í geymslu.

Ein af ljótu gjöfunum.
Ein af ljótu gjöfunum.

Þóra segir að hugmyndin komi frá brúðkaupsgjöf sem þau fengu frá ömmu eiginmanns hennar. „Amma hans fór mikið til sólarlanda og hún gaf okkur klukku frá Mallorca sem var ofsalega ljót,“ segir Þóra en klukkan fékk aldrei að hanga uppi. „Hún var stundum tekin fram og hlegið af henni.“ Einhverjum árum seinna voru þau á ferðalagi í Barcelona og sáu mikið af sérstökum hlutum í anda kaþólsku kirkjunnar sem þeim þótti oft ljótir. Þau keyptu því eitthvað heilagt föndur af götusala og gáfu systur Þóru og manni hennar og þar með var ekki aftur snúið. „Það fer aldrei neinn út án þess að gefa eitthvað.“

Aðspurð hve sé ljótasta gjöfin á hún í erfiðleikum með að svara því enda mikið um ljótar gjafir. En nýlegur hlutur á sýningunni verður stytta af Donald Trump sem keypt var í bandaríkjunum rétt fyrir kosningar. Þóru finnst sú stytta ljót enda Trump ekki í miklum metum hjá henni.

Þóra segir það geti verið miserfitt að kaupa ljótar gjafir eftir löndum. „Maður er ekki alveg alltaf sáttur þar sem maður er þar sem það getur verið erfitt að finna eitthvað ljótt. En það er stundum sagt að þú hefur gefið mér ljótara,“ segir Þóra að lokum.

Þeim finnst helgimunir í anda kaþólsku krikjunnar ekki sérstaklega fallegir.
Þeim finnst helgimunir í anda kaþólsku krikjunnar ekki sérstaklega fallegir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál