Þeir gáfuðu blóta meira

Ætli Albert Einstein hafi blótað mikið?
Ætli Albert Einstein hafi blótað mikið?

Ný rannsókn sýnir fram á það að gáfað fólk er líklegra til þess að blóta. Vísindamenn við háskólann í Rochester rannsökuðu 1.000 manns og í ljós kom að samhengi var á milli gáfnafars fólks og hversu oft það blótaði.

Þátttakendur voru spurðir út í 400 mismunandi atferli, hversu oft það hegðaði sér á ákveðinn hátt. Þeir gáfuðu voru ekki bara líklegri til þess að blóta heldur líka líklegri til þess að borða sterkan morgunmat og ganga naktir um heima hjá sér. 

Þetta rímar við aðra rannsókn þar sem niðurstaðan var sú að það fólk sem gat nefnt sem flest blótsyrði á einni mínútu fékk yfirleitt háa einkunn á greindarvísindaprófi. 

Þeir gáfuðu blóta frekar.
Þeir gáfuðu blóta frekar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál