15 atriði sem gera menn graða

Það er ýmislegt sem kemur karlmönnum í rétta gírinn.
Það er ýmislegt sem kemur karlmönnum í rétta gírinn. Ljósmynd / Getty Images

Það eru ekki bara augljós atriði eins og brjóst og nakinn líkami sem gerir karlmenn graða. Ótrúlegustu atriði eiga það til að fá hold karlmanna til að rísa. Cosmopolitan tók saman nokkur óvenjuleg atriði sem gera karlmenn graða. 

1. Ákveðið lag

Ákveðið lag getur rifjað upp gamlar minningar eins og til dæmis það lag sem var á þegar hann fékk í fyrsta skipti fullnægingu í bíl. 

2. Lyktin af ilmvatninu þínu

Lykt getur rifjað upp gamlar minningar. Því geta karlmenn æst við það eitt að finna lykt af ilmvatni maka síns eða fyrrverandi maka. 

3. Þegar hann sér sjálfan sig nakinn í spegli

Fólk elskar að horfa á sig í spegli þegar það ...
Fólk elskar að horfa á sig í spegli þegar það lítur vel út. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk elskar að vera nakið og hvort sem það vill viðurkenna það eða ekki þá hafa flestir horft á sig í spegli áður en þeir stíga inn í sturtuna. Suma dagana lítur maður betur út en aðra og þá er allt í lagi að vera ánægður með sjálfan sig. 

4. Þegar hann borðar jarðarber eða ostrur

Matur getur komið fólki í rétta gírinn. Það þarf ekki endilega ostrur eða jarðarber en það eru allir veikir fyrir einhverjum fæðuflokki. 

5. Þegar þú birtist í rauðum kjól

Það er ástæða fyrir því að rauður er litur ástarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að rauður litur tengist örvun. 

6. Þegar þið farið í kitlustríð á sunnudagsmorgni

Kitl getur í rauninni verið ákveðið blæti, það er hins vegar mjög algengt og því ekki ólíklegt að smá kitl komi manninum þínum til. 

7. Klór

Það að klóra manninum á bakinu getur örvað suma karlmenn. 

8. Hrein rúmföt

Það jafnast ekkert á að vera nýkomin úr baði og leggjast nakin upp í rúm með hreinum rúmfötum. Samkvæmt breskri könnun komast bæði konur og karlmenn í stuð við hrein rúmföt. 

9. Hræðsla 

Standpína vegna hræðslu er til. Í rauninni er eiga hræðsla og örvun ýmislegt sameiginlegt, meðal annars stuttan andardrátt og hærri blóðþrýsting. Því getur heilinn mistúlkað hræðsluna fyrir greddu. 

10. Þegar þú klæðist skyrtunni hans

Það er eitthvað kynþokkafullt við það þegar kona klæðist skyrtu maka síns. 

11. Ef þú kannt að spila á gítar

Það telst vera kynþokkafullur eiginleiki að kunna á gítar eða í raun hvaða hljóðfæri sem er. Karlmönnum finnst ekki slæmt að sjá maka sinn spila nokkra tóna. 

Góður húmor þykir kynþokkafullur.
Góður húmor þykir kynþokkafullur. mbl.is/Thinkstockphotos

12. Þegar þú færð hann til að hlæja

Það er alltaf kynþokkafullt að vera með góðan húmor. 

13. Sjálfstraust

Karlmönnum finnst fátt jafnkynþokkafullt og kona með sjálfstraust. 

14. Hnyttnar samræður

Hnyttnar og góðar samræður er daður eins og það gerist best. 

15. Nördaskapur

Þú þarft ekki að vera fótboltanörd eða Star Wars-nörd. Karlmönnum þykir einfaldlega mikið til þess koma ef maki þeirra hefur mikla ástríðu fyrir einhverju ákveðnu. 

mbl.is

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

06:00 „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Guðni Már skilinn

Í gær, 23:32 Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

Í gær, 21:00 Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »

Viltu skarta þínu fegursta um jólin?

Í gær, 18:00 Þegar einn annasamasti tími ársins er á næsta leiti hættir okkur til að gleyma gleðinni í amstri dagsins. Auk daglegra verka eru flest okkar í óðaönn að skipuleggja hátíðina, skreyta húsið að utan og innan, undirbúa að pakkarnir verði á sínum stað. Meira »

Fimm merki um að rassinn sé of aumur

Í gær, 15:00 Það er ekki nóg að gera bara magaæfingar þar sem það skiptir líka máli að hafa sterka rassvöðva. Þú færð ekki bara kúlurass af því að gera rassæfingar heldur getur líkamsstaðan líka batnað. Meira »

Eftirlætismaskari Lilju Ingva

Í gær, 12:00 Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammibúð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. Meira »

Christian Louboutin hannaði Stjörnustríðsskó

í gær Skóhönnuðurinn Christian Louboutin hannaði fjögur skópör í tilefni af frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Skórnir eru hannaðir út frá fjórum kvenpersónum en bera um leið helsta einkenni Louboutin, rauða sólann. Meira »

Nýtt útlit fyrir 6.000 kr.

Í gær, 09:00 Eftir langt tímabil hvítra veggja eru litaðir veggir að verða móðins á ný. Fyrir um fimm árum fór að bera á gráum tónum og að heilu íbúðirnar væru málaðar í sama lit, bæði veggir og loft. Síðan tók blái liturinn við en nú er grænn að verða vinsælli. Meira »

Líkamstjáning sem margborgar sig

í fyrradag Til þess að koma vel fyrir getur ekki bara borgað sig að halda augnsambandi og heilsa fólki af öryggi þar sem það er líka ráðlagt að spegla hreyfingar fólks, þó ekki á kjánalegan hátt. Meira »

Með ilmkerti á ólíklegustu stöðum

í fyrradag Steinunn Jónasdóttir segir að ilmkerti hafi miklu meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Þegar hún hannar sín ilmkerti brjótast fram gamlar minningar. Meira »

Rassaæfing Adriönu Lima

í fyrradag Adriana Lima sýndi það á tískusýningu Victoria's Secret að hún gleymdi ekki að æfa rassvöðvana. Hér er rassæfing sem Lima gerði þegar hún bjó sig undir tískusýninguna. Meira »

Andlitsmeðferðir og jólastemning

í fyrradag Það var stemning á Guinot MC snyrtistofunni á Grensásvegi þegar jólagleði fyrir viðskiptavini var haldin. Á jólagleðinni var ný andlitsmeðferð sýnd en hún heitir Hydra Peeling og vinnur að endurnýjun húðarinnar. Boðið var upp á sanna jólastemningu og léttar veitingar. Meira »

10 flottustu kinnbeinin að sögn lýtalæknis

í fyrradag Kinnbein leikkonunnar Keira Knightley bera af ef eitthvað er að marka lýtalækni. Breskur lýtalæknir fór yfir beiðnir frá sjúklingum sínum og setti saman lista yfir tíu konur með flott kinnbein. Meira »

Þægilegustu jólafötin!

9.12. Um helgina kynna félagasamtökin Tau frá Tógó nýja hönnun eftir Helgu Björnsson fatahönnuð, blússu sem er saumuð á heimili fyrir munaðarlaus börn í Afríkuríkinu Tógó. Ljósmyndarinn Benni Valsson, sem hefur myndað helstu stjörnur heims eins og Bruce Willis, Leonardo diCaprio, Naomi Watts og Audrey Tautou, myndaði átta íslenskar listakonur í blússunni. Meira »

Í 70 þúsund króna kápu

8.12. Katrín hertogaynja tók Meghan Markle sér til fyrirmyndar og skellti sér í síða vetrarkápu. Kápan hélt hita á Katrínu enda bara í stuttum kjól og svörtum nælonsokkabuxum innan undir. Meira »

Selur í fallegustu barnavöruverslun í heimi

8.12. „Level Kids er miklu meira en verslunarmiðstöð, öll hönnun og afþreying eru eins og í draumaheimi. Þar eru til dæmis gylltir gírafar og fílar í fullri stærð og á hverjum degi er eitthvað spennandi í gangi. Um daginn var hægt að baka með Dior. Það er meira að segja Spa fyrir börn,“ segir Helga. Meira »

10 bestu maskararnir

í fyrradag Alltaf erum við í leit að hinum fullkomna maskara en það er vissulega persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Nokkrir maskarar þykja þó skara fram úr og njóta alltaf mikilla vinsælda. Meira »

Kynlífsráð frá gömlum hjónum

8.12. Hjón sem hafa verið gift í 20, 30 eða jafnvel 40 ár fara yfir hvað þarf til þess að halda kynlífinu góðu í löngu og fullnægjandi hjónabandi. Meira »

Þetta er eitt vinsælasta bætiefnið

8.12. „Tímaritið NEW HOPE birti nýlega upplýsingar um að Q10 (CoQ10/ubuiquinol) væri meðal vinsælustu bætiefna, sem ætluð eru til að styrkja hvatbera (orkuframleiðsluhluta) frumna okkar. Fjöldi þeirra Bandaríkjamanna sem taka inn Q-10 fór úr 2 milljónum árið 2000 og upp í 24 milljónir árið 2016.“ Meira »

Fullkomin leið til að slétta hárið

8.12. Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi heildsölunnar bPro slétti hárið á Móeiði Svölu Magnúsdóttur. Áður en hafist var handa var hárið á henni þvegið upp úr Dimond Dust sjampóinu frá label.m en það gefur hárinu góðan raka og færir því aukinn glans. Áður en hárið var sléttað þurfti að blása það og áður en það var blásið setti Baldur Volume Mousse frá label.m í hárið til að fá loft í rótina. Meira »