Ældi daginn fyrir stóra daginn

Árni Atlason kom eiginkonu sinni á óvart þegar þau gengu í það heilaga í sumar með því að íslenska textann við Ed Sheeran-lagið Perfect.

Eiginkona Árna var að sjálfsögðu steinhissa þegar söngkonan Guðný Árný hóf að syngja lagið í kirkjunni enda hafði hún spurt Árna nokkrum vikum fyrir brúðkaupið hvort hann gæti íslenskað lagið þar sem öll hin lögin í brúðkaupinu voru á íslensku. „Ég sagði henni að það væri eiginlega ekki alveg hægt þar sem þetta lag væri ansi erfitt og textinn sem meistarinn sjálfur Ed Sheeran gerði væri óaðfinnanlegur,“ sagði Árni. 

Fjórum dögum fyrir brúðkaupið snerist Árna hins vegar hugur og ákvað að verða að ósk eiginkonu sinnar. Hann skellti því í íslenskan texta og heitir lagið Hér ég nú stend í þýðingu Árna. Guðrún Árný söng það síðan listavel. 

„Hún alla vega fattaði þarna af hverju ég var að drepast úr stressi daginn fyrir stóra daginn,“ segir Árni um viðbrögð eiginkonu sinnar og viðurkennir að hann hafi ælt af stressi daginn fyrir brúðkaupsdaginn.

Það má segja að eiginkona hans hafi dottið í lukkupottinn því Árni lét sér ekki nægja að gera texta við Ed Sheeran-lagið heldu söng hann líka lagið Ég fann þig til eiginkonu sinnar sem Björgvin Halldórsson gerði svo eftirminnilegt. 

Hér má hlusta á Guðnýju Árnýju taka íslenska útgáfu af laginu Perfect með Ed Sheeran. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál