Erfitt að vera í opnu sambandi

Kærastan fékk áhuga á að sofa hjá öðrum.
Kærastan fékk áhuga á að sofa hjá öðrum. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmaður leitaði til Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa the Guardian, vegna þess að hann á í erfiðleikum í kynlífinu í sambandinu sínu. 

Ég er 36 ára karlmaður og er búinn að vera í góðu sambandi í þrjú ár. Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á að sofa hjá öðrum og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur og stundum mjög örvandi en það getur verið erfitt að stunda samfarir. Ég vil ekki fara auðveldu leiðina og reyna að semja aftur um einkvæni. Hvernig held ég áfram?

Stephenson Connolly efast um að það sé auðvelda leiðin að semja aftur um einkvæni. 

Þú mátt skipta um skoðun, ef fjölástir eru ekki fyrir þig er mikilvægt að þú segir það og sért skýr varðandi hvað þú getur og hvað ekki. Þú ert á könnunarstigi og samfélagið einblínir á einkvæni þannig að að fara út fyrir þau gildi getur verið skelfilegt. Það sem gagnast ykkur báðum er að eiga sterkt samband með góðum samræðum, að deila tilfinningum ykkar og biðja um það sem þið virkilega þurfið á að halda. 

Það er fullkomlega sanngjarnt að tjá efasemdir þínar núna með því að segja: „Ég er enn þá mjög spenntur og hrifinn af hugmyndinni en ég er ekki tilbúinn að skuldbinda mig henni. Þó svo að ég sé tilbúinn að kanna hana gæti ég að lokum þurft að snúa aftur í eitthvað einfaldara, kannski meira einka. Gætir þú reynt að skilja það?“ 

Ég mundi líka reyna að skilja betur löngun hennar og hvað það þýðir nákvæmlega í hennar huga. Myndi það að vera á báðum áttum breyta miklu fyrir hana? Ef svo er þá hefur þú þann möguleika að ganga í burtu. „Öðruvísi“ kynhegðun er ekki fyrir alla. 

Konan þarf ekki að leyna neinu ef samkomulag er um …
Konan þarf ekki að leyna neinu ef samkomulag er um að vera í opnu sambandi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál