7 leiðir til þess að efla tengslin í bólinu

Kynlíf bætir tengslin við makann.
Kynlíf bætir tengslin við makann. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf getur ekki bara við fullnægjandi heldur bætir það líka tengslin við makann. Prevention fór yfir nokkur ráð til þess að fá sem mest úr úr þessari tengslamyndun í rúminu. 

Notaðu röddina 

Ef þú notar ekki röddina í bólinu ertu að missa af tækifæri að mynda sterk tengsl við maka þinn. Segðu maka þínum þínum hvað þér finnst gott og hvað ekki. Svo er ekki verra að stynja aðeins. Það sýnir að þú ert til staðar og nýtur þessarar stundar með maka þínum. 

Andaðu djúpt

Djúpur andardráttur er merki um unað og að anda djúpt með makanum getur hjálpað til að æsa leika. 

Taktu allt úr sambandi

Komdu í veg fyrir truflanir. Passaðu að það sé slökkt á sjónvarpinu og að það heyrist ekki í símanum. Það minnsta sem þú getur gert er taka allavana ekki pásu til þess að kíkja á skilaboð í símanum. Á meðan kynlífi stendur áttu ekki að vera einbeita þér að neinu öðru en maka þinum. 

Burt með gæludýrin

Margir leyfa gæludýr í svefnherberginu sumir ganga meira segja svo langt að leyfa þeim að sofa uppí. Það getur verið mikil truflun að sjá allt í einu hund eða kisu stara á sig í miðjum klíðum. 

Gerðu svefnherbergið að griðastað

Svefnherbergið á að vera staður þar sem þú sefur og stundar kynlíf. Svefnherbergið á ekki að vera staður til þess að vinna á eða borga reikningana. Mælt er með því að tölvur séu ekki í svefnherbergjum og að símar séu í hleðslu yfir nótt í öðrum herbergjum en svefnherberginu. Þessir hlutir taka bara athyglina frá maka þínum. 

Opnaðu augun

Margir kjósa að stunda kynlíf með lokuð augun en það er þess virði að hafa þau opin að minnsta kosti í einhvern tíma. Það gerir mikið fyrir ástarblossann að horfast í augu í kynlífinu. 

Skipulegðu rómantískt kvöld

Það er ekki skynsamlegt að borða skyndibita á hverju kvöldi stundum ætti fólk að fá sér fimm rétta og það á líka við í kynlífinu. Gefðu þér af og til tíma í kynlífinu, kveiktu á kertum, taktu þér tíma í daður og forleik. Þetta getur gert kynlífið eftirminnilegt og betra. 

Ekki vera hrædd við að hafa hátt.
Ekki vera hrædd við að hafa hátt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál