Svona áttu að segja manneskju upp

Það minnsta sem er hægt að gera er að segja …
Það minnsta sem er hægt að gera er að segja manneskju upp á góðan hátt. mbl.is/Thinkstockphotos

Í flestum tilvikum er það slæm reynsla að vera sagt upp. Það er hinsvegar hægt að gera þessa slæmu reynslu skárri með því að segja manneskju upp á réttan hátt. 

Science Daily greinir frá rannsókn sem Brigham Young University gerði en þar kemur fram að best sé að vera afdráttarlaus þegar verið er að slíta sambandi. Það er ekki heppilegt að fara út að borða og bíða fram á eftirrétt með að segja frá slæmu fréttunum. 

Þrátt fyrir að það sé gott að vera hreinskilinn er mælt með því að undirbúa manneskjuna aðeins. 

„Við þurfum að tala saman,“ er leiðinleg setning en er góð til þess að undirbúa manneskjuna undir það sem koma skal. 

Þetta á einnig við um yfirmenn sem eru að reka starfsmenn. Það þykir best að fara mjúku leiðina þannig fólk fái ekki höggið upp úr þurru. 

Þegar kemur að vondum fréttum varðandi heilsuna vill fólk hinsvegar bara fá slæmu fréttirnar strax. Læknirinn ætti því bara koma sér að mergi málsins eins fljótt og hann getur. 

Þrátt fyrir að það sé gott að vera hreinskilinn er …
Þrátt fyrir að það sé gott að vera hreinskilinn er betra að fara mjúku leiðina í stað þess að öskra slæmu fréttirnar út. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál