Það sem flugvélasætavalið segir um þig

Fólk sem velur gluggasæti á það til að vera sjálfselskara …
Fólk sem velur gluggasæti á það til að vera sjálfselskara en þeir sem sitja við ganginn. mbl.is/Thinkstocphotos

Það hafa langflestir, sem ferðast einhvern tímann með flugvél, skoðun á því hvar þeir vilja sitja í flugvélinni. Fæstir vilja sitja í miðjunni en sumir velja sæti við ganginn fram yfir sæti við gluggann en hvað skyldi það þýða? Telegraph fékk álit tveggja sérfræðinga. 

Sálfræðingurinn Becky Spelman segir að fólk sem kýs gluggasæti sé fólk sem vilji hafa stjórn á hlutunum, hugsar um sjálft sig fyrst og fremst og verður oft auðveldlega pirrað. Það vill líka hreiðra um sig og fara þegar því hentar. 

Að sögn Spelman er það fólk sem kýs ganginn líklegra til að vera hlédrægt, nærgætnara gangvart öðru fólki og verður ólíkt gluggafólkinu ekki auðveldlega pirrað. Spelman tekur þó fram að veik pissublaðra gæti spilað þarna inn í. 

Sálfræðingurinn Jo Hemmings tekur í sama streng og Spelman og segir að fólk sem kýs gluggasæti hafi tilhneigingu til að vera sjálfelskara en annað fólk. Hann segir að flugfarþegar sem vilja sitja við gluggann séu oft félagslyndari. 

Fólk sem situr við ganginn er tillitsamt.
Fólk sem situr við ganginn er tillitsamt. mbl.is/Thinkstocphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál