Fimm merki um að makinn sé að halda fram hjá

Fólk byrjar oft að hegða sér öðruvísi þegar það heldur …
Fólk byrjar oft að hegða sér öðruvísi þegar það heldur fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

Þó svo að það vilji enginn láta halda fram hjá sér þá er gott að vita hvað einkennir fólk sem heldur fram hjá. Yvonne Filler, sem vinnur hjá stofu sem vinnur með framhjáhöld í London, fór yfir með Independent hvaða fimm atriðum ætti að hafa augu með. 

Aukinn kynlífsáhugi

Þrátt fyrir að það mætti halda að fólk sem heldur fram hjá hafi minni áhuga á kynlífi er því oft öfugt farið. Hún segir að margir skjólstæðinga sinna hafi sýnt maka sínum mikla ástúð á meðan þeir voru að fela framhjáhaldið. Ástæðan er blanda af sektarkennd og endurnýjaðri kynhvöt. 

Hætta að nota sameiginleg raftæki

Tæknin hefur gert framhjáhöld auðveldari en um leið er líka erfiðara að fela þau. Hún veit um mörg tilvik þar sem tæknin kom upp um þann sem var að halda fram hjá. Það ætti því að kvikna á viðvörunarbjöllum þegar maki tekur tæki sín út úr sameiginlegu skýi eða þegar makinn hættir að nota sameiginleg raftæki. 

Fólk hefur komist að framhjáhaldi maka síns með ýmsum leiðum.
Fólk hefur komist að framhjáhaldi maka síns með ýmsum leiðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Málgleði

Oft sýnir fólk sem heldur fram hjá maka sínum ofboðslega mikinn áhuga. Það vill vita allt sem makinn gerði enda því meira sem makinn talar því minna þarf sá sem hélt fram hjá að tala. 

Út fyrir hina venjulega rútínu

Það eru ekki endilega vinnuferðir og kvöldvinna sem segir til um að manneskja sé að halda fram hjá enda vinnutími fólks að breytast. Þegar fólk fer að bregða út af sinni vanalegu rútínu er mögulega eitthvað í gangi. Filler nefnir dæmi um konu sem komst að framhjáhaldi eiginmannsins þegar hann fór að sýna mikinn áhuga á að sinna skólaerindum. 

Forðast langtímaplön

Filler segir að réttmætur framhjáhaldsgrunur hafi kviknað þegar makinn forðast að gera langtímaplön. 

Fólk vill oft forðast langtímaplön þegar það heldur fram hjá.
Fólk vill oft forðast langtímaplön þegar það heldur fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál