Kynlífsráð frá gömlum hjónum

Það er sniðugt að krydda kynlífið eftir margra ára hjónaband.
Það er sniðugt að krydda kynlífið eftir margra ára hjónaband. mbl.is/Thinkstockphotos

Það vill oft verða þannig að kynlífið minnkar með árunum eða verður minna spennandi. Svona fer ekki fyrir öllum hjónum en það eru til hjón sem hafa verið gift í marga áratugi og gætu ekki verið ánægðari með kynlífið. Hvert ætli leyndarmálið sé? Men's Health fékk fólk sem hefur verið gift í mörg, mörg ár til þess að ljóstra upp leyndarmálinu. 

Kynferðislegar spurningar

Kona sem hefur verið gift manninum sínum í tuttugu ár og verið með honum síðan hún var 16 ára segir að þau hjónin kryddi hjónabandið með því að spyrja hvort annað kynferðislegra spurninga. Spurningarnar tengjast til dæmis undirfötum og kynlífi utan svefnherbergisveggjanna. 

Prófið ykkur áfram

Kona sem er búin að vera gift í 36 ár mælir með því að fólk prófi sig áfram. Margt breyttist til dæmis hjá þeim hjónum þegar þau prófuðu hjálpartæki ástarlífsins. 

Vinátta

Maður sem er búinn að vera giftur í 38 ára vill meina að ástæðan fyrir því að hann og konan hans stunda enn kynlíf reglulega sé að þau séu bestu vinir. 

Vináttan er góð undirstaða.
Vináttan er góð undirstaða. mbl.is/Thinkstockphotos

Litlu hlutirnir

Kona sem er búin að vera gift í 27 ár segist skilja eftir vísbendingar eða smáhluti til þess að halda ástinni við. 

Breytingar

Maður sem er búinn að vera giftur í 22 ár segir að það hjálpi til að þau hjónin eru til í breyta til. Breytingarnar geta verið til dæmis að byrja forleikinn snemma morguns til þess að gefa í skyn hvað er í vændum seinna um daginn. Hann segir það einnig mikilvægt að hlæja í kynlífi. 

Mundu byrjunina

Kona sem er búin að vera gift í 20 ár segir mikilvægt að muna af hverju þau hjónin féllu fyir hvort öðru í byrjun og það sé lykillinn að góðu kynlífi. 

Talið saman

Kona sem er búin að vera gift í 23 ár segir að kynlíf þeirra hjóna sé mun nánara nú en það var. Hjónin komust á þann stað sem þau eru í dag með því að tala saman um sig og hjónabandið.

Ekki bara í svefnherberginu

Kona sem er búin að vera gift í 25 ár segir að mikilvægustu nánustu stundirnar sem þau hjónin eiga séu snertingar  fyrir utan svefnherbergið. Það að strjúka maka sínum þegar hann eða hún er að vinna í eldhúsinu eða leiðast út í búð. 

Gera eitthvað spennandi

Kona sem er búin að vera gift í 24 ár segir að hún og maðurinn sinn séu dugleg að gera eitthvað skemmtilegt og spennandi eins og að gista eina nótt á hóteli í nálægum bæ. Þá hafi þau tíma þar sem þau þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur og þau tengjast án þess að eitthvað sé að trufla þau. 

Fýlusvipurinn á ekki heima í bólinu.
Fýlusvipurinn á ekki heima í bólinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Hlutverkaleikur

Kona sem er búin að vera gift í 26 ár segist krydda kynlífið með hlutverkaleikjum. Stundum er hún eiginkonan en önnur kvöld er hún kærasta eða hjákona. 

Vera í núinu

Kona sem er búin að vera gift í 28 ár og hefur gengið í gegnum hjónabandserfiðleika segir það hafi hjálpað hennar hjónabandi að dvelja í núinu og gleyma því sem gerðist í fortíðinni.

Virðing

Kona sem er búin að vera gift í 24 ár segir að fólk geti byrjað að kanna kynferðislegar þarfir hvort annars þegar gott traust ríkir, virðing og samkennd. Kynlífið verður fyrst gott þegar ekkert rugl er að trufla. 

Veittu athygli

Kona sem er búin að vera gift í 38 ár segir að það hafi hjálpað þeim í hjónabandinu að vera ekki að gera eitthvað annað um leið og þau eru að tala við hvort annað. Það er mikilvægt að veita manneskjunni 100 prósent athygli. 

Fagnið áföngum

Maður sem er búinn að vera giftur í 24 ár segist halda sambandinu góðu með því að halda upp á brúðkaupsafmælið sitt í hverjum mánuði, ekki bara einu sinni á ári. Án þess að einbeita sér að ástinni og það að virða hvort annað verður kynlífið ekki eins gott. 

Krydda kynlífið

Maður sem er búinn að vera giftur í 46 ár segir að lengi vel hafi konan hans ekki sýnt kynlífinu áhuga. Hann ákvað því að læra ný bólbrögð og það hafi heldur betur kveikti í konunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál