Líkamstjáning sem margborgar sig

Það er ekki vitlaust að reyna að spegla viðmælanda sinn.
Það er ekki vitlaust að reyna að spegla viðmælanda sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er oft hægt að lesa fólk betur með því að horfa á líkamstjáningu þess í stað þess að hlusta á það. Að sama skapi er því hægt að nýta sér líkamstjáningu til þess að til dæmis að koma betur fyrir. Independent fór yfir nokkur trix sem eru sögð skila árangri þó svo það geti verið erfitt að temja sér þau. 

Speglun 

Það er gamalt en gott ráð að spegla manneskjuna sem maður er að tala við. Það getur verið erfitt að temja sér þetta án þess það verði kjánalegt en þegar fólk hefur náð tökum á spegluninni er þetta góð aðferð til þess að koma vel fyrir. Með því að spegla viðmælanda sýnir þú aðdáun og samþykki. 

Gakktu af öryggi 

Sjálfstraustið geislar ekki af öllum en það er gott að æfa sig að ganga um eins og maður sé öruggur og hafi tilgang. Með öruggu göngulagi getur þú komið í veg fyrir að fólk dæmi sjálfstraust þitt, hversu aðlaðandi þú ert og traust þitt. 

Augnsamband

Fólk með óstöðugt augnaráð virkar oft eins og það sé kvíðið, einbeitingalaust eða óheiðarlegt. Það getur verið erfitt að temja sér að halda augnsambandi en það getur þó reynst ákaflega vel og bætt samskipti við annað fólk. 

Augnsamband er lykilatriði.
Augnsamband er lykilatriði. mbl.is/Thinkstockphotos

Hendur sjáanlegar

Hendurnar eru stundum fyrir og fólk veit ekki hvað það á að gera við þær, sérstaklega þegar fólk er stressað. Það er hins vegar ekki sniðugt að stinga höndum í vasa eða krossleggja hendur þar sem fólk les oft neikvæðni út úr þessum stellingum. Ef þú ert ekki með hendurnar sýnilegar er eins og þú sért að fela eitthvað. 

Beinn í baki

Ef þú hallar þér aftur í stól er hægt að lesa úr því áhugaleysi. Þegar fólk situr beint í baki má frekar lesa úr því að það sé gáfað, sjálfsöruggt og trúverðugt. 

Gott handaband

Ef handabandið er veikt má lesa úr því að manneskjan sé veik. Því getur verið ágætt að æfa sig að heilsa fólki á kröftugan og um leið öruggan hátt. Þegar fólki er heilsað ætti að passa að halda augnsambandi og brosa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál