Þetta er klúður ársins

Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur.
Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur. mbl.is/Golli

1. Pressan birti mynd af stúlku sem kærði karlmann á fertugsaldri og unnustu hans fyrir nauðgun og olli myndbirtingin mikilli reiði og hneykslan, netheimar loguðu. Pressan sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið en í henni sagði þó að myndin hefði ótvírætt fréttagildi. Afsökunarbeiðninni fylgdi svo önnur afsökunarbeiðni þar sem ritstjóri Pressunnar sagði þá fyrri ekki hafa skilað sér. Hann endurtæki því afsökunarbeiðnina svo enginn velktist í vafa um að hún hefði verið sett fram í fyllstu einlægni.

2. Maður með enga reynslu og bakgrunn í myndlist eða hönnun fær að ráða útliti kápu og valinna blaðsíðna Símaskrárinnar, útbreiddustu handbókar landsins. Síðustu eintökum Símaskrárinnar 2011 hefur nú verið komið í endurvinnslu.

3. Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Fresta þurfti sýningum fram á haust og tap varð á hverri sýningu þó svo að uppselt væri á þær allar.

4. Íslensk nútímalistaverk og verðmæt húsgögn eyðilögðust þegar sjór flæddi inn í gám sem hafði að geyma búslóð Skafta Jónssonar sendiráðunautar og eiginkonu hans og þurfti íslenska ríkið að greiða Skafta 75 milljónir krónaí bætur. Búslóðir flutningsskyldra starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru ekki tryggðar nema að litlu leyti og tekur ríkið því á sig áhættuna sem flutningum fylgja.

5. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Matthías MD Hemstock héldu þrenna tónleika á Vestfjörðum og með þeim í för var Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður á Ísafirði, höfundur annars verksins sem flutt var. Flutningurinn heppnaðist ágætlega en því miður gleymdist að auglýsa tónleikana. Blaðamaður Morgunblaðsins var eini gesturinn á tónleikum þeirra félaga á Patreksfirði og naut sín vel í fámenninu.

6. Hinu ízlenska reðasafni var lokað á Húsavík og það flutt til Reykjavíkur. Á vef RÚV birtist frétt um flutningana 12. október og byrjaði svo: „Gámur fullur af getnaðarlimum lagði af stað frá Húsavík í dag.“ Með flutningi reðrasafnsins missti Húsavík spón úr aski sínum, góða tálbeitu fyrir ferðamenn og reðrum fækkaði mjög í bænum. „Ég er búinn að fá nóg, ég er orðinn gamall,“ var haft eftir stofnanda og eiganda safnsins, Sigurði Hjartarsyni, á vef Morgunblaðsins 10. ágúst. Sonur hans tæki við safninu og flytti það til Reykjavíkur.

7. Þorláksbúð. Má hún rísa eða má hún ekki rísa? Tilgáta um torfkofa með tjörupappa og steinull? Hmmm...

8. Væntingastjórnun þegar kveikt var á ljósunum í glerhjúpi Hörpu. Var ekki bara hægt að kveikja á þeim í skjóli nætur?

9. Landeyjahöfn heldur sæti sínu á listanum milli ára. Ennþá sama klúðrið.

10. Saga Akraness. Skrif sögunnar kostuðu tugi milljóna en hún var engu að síður jörðuð af bókmenntapáfanum Páli Baldvini Baldvinssyni í Fréttatímanum. Amen.

11. Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó.

12. Jarðskjálftar á Hellisheiði í boði Orkuveitunnar. Er ekki næg jarðskjálftavirkni á þessu landi fyrir?

Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar.
Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Skapti Hallgrímsson
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur ...
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó. Júlíus Sigurjónsson
Herjólfur í Landeyjarhöfn.
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Ómar Óskarsson

Bloggað um fréttina

Borðaði af sér 50 kíló

12:00 „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

09:00 Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

06:00 Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

Í gær, 23:59 Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

Í gær, 21:00 Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

Í gær, 18:00 Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

Kolsvört sykurskýrsla

í gær „Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram.“ Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

Í gær, 15:00 Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »

Megrunarhlé besta megrunin

í gær Ef megrunin sem þú ert í er ekki að virka gæti það verið vegna þess að þú ert ekki að taka þér frí frá megruninni.   Meira »

Heillandi piparsveinaíbúð í 101

í gær Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Stutt og flegið í fæðingarorlofinu

í fyrradag Beyoncé er ekki bara heima í jogging-gallanum í fæðingarorlofinu. Hún er dugleg að skvísa sig upp og sýna línurnar.   Meira »

Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

í fyrradag „Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.“   Meira »

Góðgerlar hafa áhrif á líkamsþyngdina

í fyrradag „Alejandro Junger segir mikilvægt að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum.“ Meira »

Saga Garðars og Snorri eiga von á barni

21.9. Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eru að fara að takast á við nýtt hlutverk innan skamms en þau eiga von á sínu fyrsta barni. Meira »

10 óþolandi hlutir sem fólk gerir í ræktinni

21.9. Ert þú einn af þeim sem gengur aldrei frá lóðunum eða ráfar um búningsklefann á sprellanum? Þá gæti verið að þú værir í ónáð hjá nokkuð mörgum. Meira »

Brosti til baka þegar fólkið hló að henni

20.9. Í fyrsta sinn sem Jacqueline Adan klæddist sundbol í langan tíma var hlegið að henni. Adan er hætt að láta aðra hafa áhrif á það hvernig hún lífir lífinu. Meira »

Sólveig kokkar í hringlaga eldhúsi

í fyrradag Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan, er með ansi flott eldhús heima hjá sér í Hrauntungu í Kópavogi. Eldhúsið er hringlaga. Meira »

Ekki þverfótað fyrir glæsikonum

21.9. Gleðin var við völd þegar Erna Gísladóttir eigandi Snyrtistofunnar á Garðatorgi hélt teiti í tilefni af stækkun stofunnar. Í boðinu varð ekki þverfótað fyrir glæsilegum konum. Meira »

Andlitsfallið kemur upp um kynhegðun þína

20.9. Hvað segir andlitið um kynhvötina þína? Þeir sem eru með kassalagað andlit hafa til dæmis tilhneigingu til að hafa sterka kynhvöt. Meira »

Kidman tók Sigmund Davíð á þetta

20.9. Nicole Kidman mætti í ósamstæðum skóm á Emmy-verðlaunahátíðina. Það þykir víst í lagi enda mætti Sigmundur Davíð þannig skóaður þegar hann hitti Barrack Obama. Meira »
Meira píla