Þetta er klúður ársins

Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur.
Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur. mbl.is/Golli

1. Pressan birti mynd af stúlku sem kærði karlmann á fertugsaldri og unnustu hans fyrir nauðgun og olli myndbirtingin mikilli reiði og hneykslan, netheimar loguðu. Pressan sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið en í henni sagði þó að myndin hefði ótvírætt fréttagildi. Afsökunarbeiðninni fylgdi svo önnur afsökunarbeiðni þar sem ritstjóri Pressunnar sagði þá fyrri ekki hafa skilað sér. Hann endurtæki því afsökunarbeiðnina svo enginn velktist í vafa um að hún hefði verið sett fram í fyllstu einlægni.

2. Maður með enga reynslu og bakgrunn í myndlist eða hönnun fær að ráða útliti kápu og valinna blaðsíðna Símaskrárinnar, útbreiddustu handbókar landsins. Síðustu eintökum Símaskrárinnar 2011 hefur nú verið komið í endurvinnslu.

3. Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Fresta þurfti sýningum fram á haust og tap varð á hverri sýningu þó svo að uppselt væri á þær allar.

4. Íslensk nútímalistaverk og verðmæt húsgögn eyðilögðust þegar sjór flæddi inn í gám sem hafði að geyma búslóð Skafta Jónssonar sendiráðunautar og eiginkonu hans og þurfti íslenska ríkið að greiða Skafta 75 milljónir krónaí bætur. Búslóðir flutningsskyldra starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru ekki tryggðar nema að litlu leyti og tekur ríkið því á sig áhættuna sem flutningum fylgja.

5. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Matthías MD Hemstock héldu þrenna tónleika á Vestfjörðum og með þeim í för var Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður á Ísafirði, höfundur annars verksins sem flutt var. Flutningurinn heppnaðist ágætlega en því miður gleymdist að auglýsa tónleikana. Blaðamaður Morgunblaðsins var eini gesturinn á tónleikum þeirra félaga á Patreksfirði og naut sín vel í fámenninu.

6. Hinu ízlenska reðasafni var lokað á Húsavík og það flutt til Reykjavíkur. Á vef RÚV birtist frétt um flutningana 12. október og byrjaði svo: „Gámur fullur af getnaðarlimum lagði af stað frá Húsavík í dag.“ Með flutningi reðrasafnsins missti Húsavík spón úr aski sínum, góða tálbeitu fyrir ferðamenn og reðrum fækkaði mjög í bænum. „Ég er búinn að fá nóg, ég er orðinn gamall,“ var haft eftir stofnanda og eiganda safnsins, Sigurði Hjartarsyni, á vef Morgunblaðsins 10. ágúst. Sonur hans tæki við safninu og flytti það til Reykjavíkur.

7. Þorláksbúð. Má hún rísa eða má hún ekki rísa? Tilgáta um torfkofa með tjörupappa og steinull? Hmmm...

8. Væntingastjórnun þegar kveikt var á ljósunum í glerhjúpi Hörpu. Var ekki bara hægt að kveikja á þeim í skjóli nætur?

9. Landeyjahöfn heldur sæti sínu á listanum milli ára. Ennþá sama klúðrið.

10. Saga Akraness. Skrif sögunnar kostuðu tugi milljóna en hún var engu að síður jörðuð af bókmenntapáfanum Páli Baldvini Baldvinssyni í Fréttatímanum. Amen.

11. Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó.

12. Jarðskjálftar á Hellisheiði í boði Orkuveitunnar. Er ekki næg jarðskjálftavirkni á þessu landi fyrir?

Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar.
Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Skapti Hallgrímsson
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur ...
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó. Júlíus Sigurjónsson
Herjólfur í Landeyjarhöfn.
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Ómar Óskarsson

Bloggað um fréttina

Hefur ekki klippt á sér hárið í 14 ár

06:00 Hárið á Dariu Gubanovu nær henni nærri því niður á ökkla. En Gubanova hætti að klippa hárið í veðmáli þegar hún var 13 ára. Meira »

Reiknaðu út hversu mikið kynlíf þú stundar

Í gær, 22:00 Fólk veltir því oft fyrir sér hvort það sé að stunda meira eða minna kynlíf en aðrir. Með nýrri reiknivél getur þú slegið inn aldur þinn, hversu oft þú stundar kynlíf og með hverjum og fundið út hvar þú stendur. Meira »

Fékk sér tattú af nafni Fanndísar

Í gær, 17:30 Orri Einarsson, framleiðslustjóri Áttunnar, skellti sér á húðflúrstofu í Brussel í gær og fékk sér húðflúr með nafni Fanndísar Friðriksdóttur landsliðskonu. Meira »

Atli Fannar orðinn faðir

Í gær, 15:50 Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og flugfreyjan Lilja Kristjánsdóttir eignuðust dreng á dögunum.   Meira »

Bjór-jóga æði gengur yfir heiminn

Í gær, 15:00 Svokallaðir bjór-jóga tímar hafa verið að spretta upp um allan heim upp á síðkastið þar sem bjórdrykkja er sameinuð við jógaæfingar. Meira »

Treyjur Gylfa boðnar upp fyrir Darra litla

Í gær, 15:00 Darri Magnússon er eins og hálfs árs gamall drengur sem glímir við bráðahvítblæði. Gamlir skólafélagar föður hans ætla að halda styrktarkvöld fyrir fjölskylduna í tilefni 20 ára útskriftarafmælis úr Foldaskóla. Meira »

Missti 57 kíló og lykillinn var einfaldur

Í gær, 09:00 Á aðeins einu og hálfu ári missti Franny 57 kíló. Hún notar gamlar myndir af sér til þess að hvetja sig áfram.   Meira »

Hillurnar sem allir eiga

Í gær, 12:00 Það er ekki sama hvernig raðað er í hillur. En nú þykir ekkert fínna en að eiga fallega hvítar hillur með plöntum, myndum og sérvöldum bókum sem liggja í hillunum. Meira »

Drew Barrymore er snyrtivörufíkill

í gær Leikkonan Drew Barrymore á veglegt safn af snyrtivörum enda lýsir hún sjálfri sér sem snyrtivörufíkli.   Meira »

Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

í fyrradag Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York.   Meira »

Sjö ráð fyrir betra kynlíf

í fyrradag Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.   Meira »

Óli Stef og Kristín selja slotið

í fyrradag Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur stendur stórglæsilegt einbýlishús í eigu handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar og konu hans Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur. Meira »

Fangelsi breytt í lúxushótel

í fyrradag Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

í fyrradag Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

24.7. „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

24.7. Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

í fyrradag Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

25.7. Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

24.7. Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

24.7. Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »