Þetta er klúður ársins

Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur.
Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur. mbl.is/Golli

1. Pressan birti mynd af stúlku sem kærði karlmann á fertugsaldri og unnustu hans fyrir nauðgun og olli myndbirtingin mikilli reiði og hneykslan, netheimar loguðu. Pressan sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið en í henni sagði þó að myndin hefði ótvírætt fréttagildi. Afsökunarbeiðninni fylgdi svo önnur afsökunarbeiðni þar sem ritstjóri Pressunnar sagði þá fyrri ekki hafa skilað sér. Hann endurtæki því afsökunarbeiðnina svo enginn velktist í vafa um að hún hefði verið sett fram í fyllstu einlægni.

2. Maður með enga reynslu og bakgrunn í myndlist eða hönnun fær að ráða útliti kápu og valinna blaðsíðna Símaskrárinnar, útbreiddustu handbókar landsins. Síðustu eintökum Símaskrárinnar 2011 hefur nú verið komið í endurvinnslu.

3. Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Fresta þurfti sýningum fram á haust og tap varð á hverri sýningu þó svo að uppselt væri á þær allar.

4. Íslensk nútímalistaverk og verðmæt húsgögn eyðilögðust þegar sjór flæddi inn í gám sem hafði að geyma búslóð Skafta Jónssonar sendiráðunautar og eiginkonu hans og þurfti íslenska ríkið að greiða Skafta 75 milljónir krónaí bætur. Búslóðir flutningsskyldra starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru ekki tryggðar nema að litlu leyti og tekur ríkið því á sig áhættuna sem flutningum fylgja.

5. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Matthías MD Hemstock héldu þrenna tónleika á Vestfjörðum og með þeim í för var Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður á Ísafirði, höfundur annars verksins sem flutt var. Flutningurinn heppnaðist ágætlega en því miður gleymdist að auglýsa tónleikana. Blaðamaður Morgunblaðsins var eini gesturinn á tónleikum þeirra félaga á Patreksfirði og naut sín vel í fámenninu.

6. Hinu ízlenska reðasafni var lokað á Húsavík og það flutt til Reykjavíkur. Á vef RÚV birtist frétt um flutningana 12. október og byrjaði svo: „Gámur fullur af getnaðarlimum lagði af stað frá Húsavík í dag.“ Með flutningi reðrasafnsins missti Húsavík spón úr aski sínum, góða tálbeitu fyrir ferðamenn og reðrum fækkaði mjög í bænum. „Ég er búinn að fá nóg, ég er orðinn gamall,“ var haft eftir stofnanda og eiganda safnsins, Sigurði Hjartarsyni, á vef Morgunblaðsins 10. ágúst. Sonur hans tæki við safninu og flytti það til Reykjavíkur.

7. Þorláksbúð. Má hún rísa eða má hún ekki rísa? Tilgáta um torfkofa með tjörupappa og steinull? Hmmm...

8. Væntingastjórnun þegar kveikt var á ljósunum í glerhjúpi Hörpu. Var ekki bara hægt að kveikja á þeim í skjóli nætur?

9. Landeyjahöfn heldur sæti sínu á listanum milli ára. Ennþá sama klúðrið.

10. Saga Akraness. Skrif sögunnar kostuðu tugi milljóna en hún var engu að síður jörðuð af bókmenntapáfanum Páli Baldvini Baldvinssyni í Fréttatímanum. Amen.

11. Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó.

12. Jarðskjálftar á Hellisheiði í boði Orkuveitunnar. Er ekki næg jarðskjálftavirkni á þessu landi fyrir?

Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar.
Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Skapti Hallgrímsson
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur ...
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó. Júlíus Sigurjónsson
Herjólfur í Landeyjarhöfn.
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Ómar Óskarsson

Bloggað um fréttina

Kate Moss notar engin leynitrix

Í gær, 23:59 Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns. Meira »

Birkin-töskur í tugatali í töskuherberginu

Í gær, 21:00 Kylie Jenner er bara tvítug en þrátt fyrir það á hún ekki bara fataherbergi heldur líka töskuherbergi. Á meðan margar konur eiga eina uppáhaldstösku getur Jenner skipt oftar um töskur en nærbuxur. Meira »

Fagnaði ákaft á Kaffibarnum

Í gær, 18:00 Börkur Gunnarsson var að gefa út bókina Þeir og er hún númer tvö í þríleik. Fyrsta bókin í þessum þríleik heitir Hann.   Meira »

Ljótustu skópör allra tíma

Í gær, 15:00 Sumir skór eru einfaldlega svo ljótir að ótrúlegt er að einhver skuli hafa haft hugmyndaflug til að hanna þá.   Meira »

Berglind með gott partí

Í gær, 12:00 Matarbloggarinn og hjúkrunarfræðingurinn Berglind Guðmundsdóttir hélt glæsilegt teiti í gær vegna útkomu bókarinnar Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

„Það má alltaf bæta í safnið“

Í gær, 09:00 Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og hefur mikið dálæti á fallegum töskum. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um herlegheitin, en Lína Birgitta sat fyrir svörum. Meira »

Hélt fram hjá með vinkonu kærustunnar

í fyrradag „Hún hallaði sér að mér og kyssti mig um leið og við komum inn. Eitt leiddi af öðru og við enduðum á því að stunda kynlíf. Ég fór heim eftir það og sá strax eftir því sem ég hafði gert.“ Meira »

Jólapartí Stellu á Hverfisbarnum

Í gær, 06:00 Stella Artois hélt sitt árlega jólapartí á dögunum en það var haldið til að fagna hátíðarútgáfu Stella Artois í 750 ml flösku. Teitið var haldið á Hverfisbarnum og var afar vel mætt. Meira »

Hallgrímur og Agla fögnuðu Fuglum

í fyrradag Íslenskir fuglar eru í forgrunni í bókinni Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygering. Henni var fagnað ákaft í sal Grafíkfélagsins við Tryggvagötu í gærkvöldi. Meira »

Rúnar og Guðrún eignuðust son

í fyrradag Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttur eignuðust son í nótt. Sonurinn er barn númer sex í barnahópnum.   Meira »

Arnar og Jón kunna að halda partí

í fyrradag Veitingastaðurinn Library opnaði á dögunum í Keflavík. Af því tilefni var blásið til teitis á staðnum sjálfum og var aldeilis stuð og stemning. Arnar Gauti Sverrisson og Jón Gunnar Geirdal sáu um að breyta staðnum, búa til nýjan matseðil og hönnuður stemningu sem þykir ákaflega eftirsóknarverð. Meira »

Stuð á kvennakvöldi Ellingsen

í fyrradag Það var stemning úti á Granda þegar Ellingsen hélt konukvöld í gær. Dj Sóley og Dj Dóra sáu um tónlistina. Svo var fantafínn afsláttur og var hann nýttur til fulls. Meira »

Konungleg veisla í Norræna húsinu

í fyrradag Konunglega norska sendiráðið á Íslandi og John Lindsay hf. buðu til makrílsveislu í Norræna húsinu í gær. Tilefnið var að hinn vinsæli norski Stabburet-makríll er kominn á markað hér á landi. Meira »

Kynlífið ekki forgangsatriði

16.11. „Kynlíf og samskipti voru góð til að byrja með en nú segist hún oft vera of þreytt, stressuð eða veik. Hún segir að kynlíf sé ekki forgangsatriði hjá henni og byrjar það eiginlega aldrei þrátt fyrir að vera hrifin af kúri og keleríi.“ Meira »

Fantaflott hönnun á Njálsgötunni

16.11. Það var glatt á hjalla þegar Raus Reykjavík, sem er nýtt og spennandi gullsmíðaverkstæði, hélt opnunarteiti á Njálsgötu 22. Allir skartgripirnir eru handsmíðaðir og mjög fallegir og vandaðir. Meira »

Er kominn tími til að vekja rassinn?

16.11. Við mikla setu styttast vöðvarnir og það slokknar á rassvöðvunum. Ef ekki er hugað að rassvöðvunum leggjast þeir hreinlega í dvala. Meira »

Fötin sem koma þér á stefnumót

í fyrradag Það er ekki sama í hverju við erum þegar markmiðið er að heilla tilvonandi elskhuga. Ákveðnar flíkur eru betri en aðrar.   Meira »

Clinton og Trump ekki svo ólík

16.11. Hillary Clinton og Donald Trump eiga það sameiginlegt að hafa keppst um forsetastól Bandaríkjanna. Þegar betur er gáð kemur í ljós að þau ekki með svo ósvipað hár auk þess að þau hafa klæðst svipuðum fötum. Meira »

Guðni fór heim með nokkra boli

16.11. Mikil gleði ríkti í Mengi þegar sviðslistahátíðin Everybody's Spectacular var fagnað. Forseti Íslands og aðrir listunnendur létu sig ekki vanta. Meira »

Gleymdi að gera ráð fyrir ástinni

16.11. Einar Már Guðmundsson skrifar um Harald í sinni nýjustu bók sem gleymdi að gera ráð fyrir ástinni þegar hann lagði af stað í ferðalag. Meira »
Meira píla