Skipið sekkur í þrívídd

Kate Winslet á frumsýningu Titanic í þrívíddarútgáfu.
Kate Winslet á frumsýningu Titanic í þrívíddarútgáfu. mbl.is/AP

í ár eru eitt hundrað ár liðin frá því að glæsifleytan sem átti ekki að geta sokkið, Titanic, sökk undan ströndum Nýfundnalands. Kvikmyndagerðarmaðurinn James Cameron gerði víðfræga verðlaunamynd byggða á slysinu árið 1998, sællar minningar, og rakaði saman bíógestum og vegtyllum svo fordæmi voru vart fyrir. Í ljósi gríðarlegra vinsælda þrívíddarmyndar hans, Avatar, ákvað hann að taka Titanic í gegn og setja hana í þrívídd. Ljóst má telja að útkoman verður tilkomumikið sjónarspil enda þótti upprunalega útgáfan áhrifarík þó í flatri vídd væri. Skipið mikla verður eftir sem áður alveg jafn dauðadæmt en mun sjálfsagt sökkva með enn meiri tilþrifum í þetta sinnið.

Þrívíddarútgfáfan var heimsfrumsýnd í London í fyrradag og mætti Cameron með spúsu sína, leikkonuna Suzy Amis, upp á arminn. Virkaði leikstjórinn býsna brattur að sjá miðað við að fyrr í vikunni lét hann gamlan draum rætast og kafaði í sérhönnuðu hylki niður á dýpsta punkt heimshafanna sem er í Kyrrahafinu og er á 11 kílómetra dýpi. Amis leit heldur lakar út og hefur getum verið leitt að því að einhver veikindi plagi hana.

Kate Winslet var hins vegar hin glæsilegasta og ljómaði á rauða dreglinum. Mótleikara hennar, Leonardo DiCaprio var hvergi að sjá að þessu sinni.

Kate Winslet og Leonardo DiCaprio í Titanic.
Kate Winslet og Leonardo DiCaprio í Titanic. Ljósmynd/Titanic
Ljósmynd/Titanic
Kate Winslet.
Kate Winslet. mbl.is/AP
Kate Winslet og kærastinn Ned Rocknroll.
Kate Winslet og kærastinn Ned Rocknroll. mbl.is/AP
Kate Winslet.
Kate Winslet. mbl.is/AP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál