Björk kveikti í servíettu

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir Eggert Jóhannesson

„Ég er búin að vera á Íslandi skemur en 12 klukkustundir og sit á sama veitingastað og Björk,“ skrifar blaðakonan Alexandra Topping sem kom til landsins í vikunni en hún skrifar greinar fyrir breska dagblaðið The Guardian, oftar en ekki um jafnréttismál. Þá bætir hún skömmu síðar við að Björk hafi kveikt í servíettu.

<span><br/></span> <span>Topping hefur komið víða við þá tvo daga sem hún hefur dvalið á landinu, tekið viðtöl á Mokka og hitt íslenska stjórnmálaleiðtoga, þar á meðal Guðmund Steingrímsson en hún segir frá dvöl sinni hér á Twitter. Hún segir frá því að íslenskir stjórnmálamenn séu allt öðruvísi en þeir bresku og skrif hennar eru þeim íslensku í vil. „Það er eftirtektarvert hvernig stjórnmálamenn landsins tala eins og venjulegt fólk og svara spurningum beint.“</span> <span><br/></span> <span>Þá heimsótti Topping Borgarholtsskóla og vakti það eftirtekt hennar að nemendur skólans færu úr skónum í anddyri byggingarinnar. </span>
Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál