María Birta og Elli gengu í hjónaband

María Birta Bjarnadóttir og Elli Egilsson.
María Birta Bjarnadóttir og Elli Egilsson. Ljósmynd/Facehunter

Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir og listamaðurinn Elli Egilsson gengu í hjónaband hinn 14. júlí er fram kemur í DV í dag.

Brúðkaupið fór fram í Grímsnesinu undir berum himni og voru aðeins þeirra allra nánustu viðstaddir. María Birta hefur verið áberandi í samkvæmislífinu en hún stimplaði sig rækilega inn þegar hún lék eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Svartur á leik sem byggð var á samnefndri bók Stefáns Mána.

Leiðir hjónanna lágu saman á samskiptamiðlinum Instagram í október og byrjuðu þau saman í kjölfarið. Sambandið þróaðist hratt og í febrúar festi María Birta kaup á brúðarkjólnum en hann var keyptur í Kaliforníu þar sem hjónin dvöldu um tíma í vetur.

Framundan eru spennandi tímar. María Birta hyggst reyna fyrir sér í leiklistinni og er komin með umboðsmann í Los Angeles. Þau verða þó ekki alein í heiminum þegar þau flytja út því bróðir Ella, Einar Egilsson, er búsettur í borginni ásamt eiginkonu sinni, Svölu Björgvinsdóttur, sem saman skipa hljómsveitina Steed Lord.

Smartland Mörtu Maríu óskar þeim hjartanlega til hamingju með ráðahaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál